Lilja Ben, ársyfirlit 2006.

Farkosturinn

Við óskum lesenduum blogsíðunnar gleðilegs árs og þökkum hlýjar kveðjur nú um jólin og fyrr og síðar.

 

Þar sem á þessari síðu má lesa um siglingu okkar um “sjó og sund með Lilju Ben” og nokkrar gamalr sögur frá fyrri tíma ætla ég að draga upp annál þessarra skrifa og atburða í siglingum ársins.

 

Pistlarnir hér á síðunni eru orðnir alls 73 og spanna 78 síður af A-4 með 12 pt. letri. Við vorum á ferðinni í 91 dag og sigldum allt í allt 158 klst. eða í 7% af tímanum, hinn tíminn fór í veru og skoðun borga, bæja og þorpa. Samtals sigldum við 1086 sjóm, lengst af á könulum og fljótum.

 

Við heimsóttum á siglingunni 34 staði. Í Danmörku 6, þ.e. Öer Havn, Ebeltoft, Hundested, Kaupmannahöfn, Dragör og Gedser. Í Þýskalandi 16, þ.e. Travemunda, Holtenau, Brunsbuttel, Hamborg, Geesthacht, Uelzen, Wittingen, Brunschweig, Sehude, Hannover, Mindener, Bad Essen, Recke, Fuestrup, Olfen og Dorsten. Í Hollandi 10, þ.e. Nijuegen, Ridderkerk, Rotterdam, Alphen, Vlietopper, Amsterdam, Zilzicht, Bruggehof, Willemstad og Tholen. Í Belgíu Antwerpen og Brussel.

 

Við áætlun að hefja siglingu vorsis með brotför frá Íslandi þriðjudaginn 13. mars n.k. Við ætlum að nota fyrstu vikuna til að botnhreinsa, fara yfir drif og annan tæknibúnað sem er undir vatnslínu gegnumfara vélbúnað, rafeindatæki og búnað. Áfanginn sem stefnt er að er Albufeira í Portúgal og er meiningin að skipta honum þannig, ef annað setur það ekki úr skorðum:

 

Brussel – Oostende – Bologne sur Mer – Fécamp – Ceerburg – Jersey – Roscoft – Brest – Quimper  Quiperon – Les Sables d´Olonne – Bordeaux – Archachon – San Sebastian – Sautander – Gijon – Viveiro – La Coruna – Muros – Viana do Castelo – Aveiro –Nazare –Lisboa –Sines – Lagos - Albufeira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 53471

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband