Antwerpen

Dómkirkjan í Antwerpen

Myndin er samkvæmt gömlu málverki af dómkirkjunni í Antwerpen.

Í Antwerpen lágum við frá föstudeginum 1. til mánudagsins 4. september, enda frábær staður fallegt, þrifalegt og rólegt. Öll aðstaða fyrir bátafólk er þar eins og best verður á kosið. Eins og áður segir var aðeins 10 til 15 mín. gangur í miðbæinn. Gengið er fyrst í gegnum innflytjendahverfi sem virðist aðallega byggt austurlensku fólki, framhjá “rauðri” vændiskvennagötu og rétt á eftir er komið í iðandi mannlíf göngugatna og torga með verslunum, veitingastöðum og götulistamönnum við hvert fótmál. Notuðum við  allan laugardaginn til að skoða okkur um í borginni og rápa á milli veitingahúsa, sem teygja borð sín og stóla út á gangstéttir og stræti, og njót þess sem fyrir augu bar, en af nógu var að taka. Allstaðar var mikið mannlíf, gjörningar í gangi og götusýningar sem misgaman var að fylgjast með. Deginum lukum við svo með góðum kvöldverði á veitingastað við aðaltorg borgarinnar ,Grote Markt, fyrir framan eina af stærstu dómkirkjum Evrópu. Við vorum fyrr um daginn búin að fara upp í smávöruverslun í innflytjendahverfinu, rétt ofan hafnarinnar og kaupa í matinn svo við þurftum ekki á því að halda fyrir lokun verslanna. Þarna er nefnilega ekki búið að taka upp þann Bandarísk- Íslenska ósið að hafa verslanir opnar fram eftir kvöldi heldur loka allir kl. 1800.

 

Það var byrjað að skyggja þegar við gengum heim um kvöldið og það merkilega var að ekki varð vart neinna óþæginda hjá okkur þótt við þyrftum að ganga um þröngar og síður þrifalegar götur innflytjendahverfisins, með verslunargötur lifandi holds á aðra hönd, því einhvernveginn var allt yfirbragð fólksins og umhverfisins elskulegt og afslappað.

 

Sunnudaginn 3. notuðum við svo til að þvo og þurrka “stórþvott” í vélum hafnarinnar og eitthavð finnur maður sér alltaf til dundurs um borð á meðan. Á bakkanum fyrir ofan höfnina er yachtverslun, sem ég var búinn að athuga að er opin á sunnudögum milli kl. 1000 og 1400 og notaði ég tækifærið til að kaupa þar einn fendara til viðbótar og kort fyrir áframhald siglingarinnar. Fórum við svo aftur í borgarrölt seinnipart dagsins. Var ákveðið að taka næsta legg daginn eftir og sigla þá niður til Brussel og var siglingaáætlunin því unnin um kvöldið. Ræddi ég við Hafna um brottför að morgni og komum við okkur saman um að við færum út úr Willemdoc þegar brúnni verður lyft kl. 0930. Mánudagurinn beið með sínar væntingar og vissum við að sú leið sem framundan var er flókin og erfið vegna brúnna sem verður að fá opnaðar fyrir sig, slússunnar út úr aðalhöfninni í Antwerpen og tveggja slússa til viðbótar á leiðinni til Brussel. Varð sú ferð jafnvel lengri og erfiðari en ætlað var í byrjun, en endaði vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 53471

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband