Lokaleggur 2006 til Brussel.

Klúbbhús BRYCÞað er orðið langt síðan ég blogaði ferðasöguna inn síðast. Búið að vera mikið að gera. Er að kenna 9 klst. í viku auk þess að ég lét véla mig til að taka þátt í að undirbúa framboð eldri borgara en dró mig snarlega í hlé frá því þegar ég sá hvernig allt var í pottinn búið. Held því áfram að segja ykkur frá siglingunni.

 

Við fórum frá Antwerpen kl. 0945, mánudaginn 4. september og nú áleiðis til vetrarlegu fyrir Lilju Ben í Brussel. Fórum við samferða 5 báta flota út um brúarlokurnar sem þurfti að opna fyrir okkur áður en við komumst út í Antwerpenhöfnina sjálfa og stefndum nú í fyrstu slússuna, sem var sú sama og við fengum ekki að fara í fyrir nokkrum dögum nema hafa FD númerið, en nú höfðum við það. Sigldum við í fögru veðri norður eftir höfninni framhjá stórskipum veraldarinnar á bæði borð. Þegar við komum svo að slússunni þar, sem hleypa átti okkur niður á Zeechelde fljótið sem liggur svo áfram niður til Rupel fljótsins, voru viðskipti okkar við “Boudewijnsluis mun eðlilegri en þegar við ætluðum þar um áður. “Boudewijnsluis this is mororyacht Lilja Ben, I repeet Lima India Lima Juliett Alfa, space, Bravo Echo November, FD number 93150, asking for permission to enter the sluis from SE”. Nú kom svarið næstum um hæl “Lilja Ben, please enter the North sluis after the ship now proceeding and moore at the port side” Eftir að hafa kvittað fyrir fyrirmælin sigldum við nú inn í slússuna og gekk auðveldlega að koma okkur fyrir við bb. vegginn, fram með mjög stórri flutningalegtu sem lá við stb. kantinn. Fyrir aftan okkur kom nú annað skip og lagðist líka við bb. kantinn og síðan fóru slússulokurnar að lokast. Meðan við biðum eftir að yfirborðið lækkaði í það sama og á fljótinu fyrir framnan, kom kona úr áhöfn legtunnar sem var við hliðina á okkur og bað okkur að fara fyrst út þegar opnað verður. Var ég ósköp ánægður með það því þá losnaði ég við skrúfukastið frá honum. Þegar lokurnar í slússunni voru svo opnaðar tókum við stefnuna sem leið liggur suður eftir Zeechelde og var nú siglt meðfram miðborg Antwerpen á bb. en framhjá Yachthöfninni Marina á stb. hönd og sáum við ekki eftir að hafa fyrir misskilning lent í Willemdoc í stað Marina vegna þess hvað við hefðum þá orðið meira útúr.

 

Eftir um klukkustundar siglingu komum við á Rupel og sigldum smá spotta upp hana þar til komið var að slússunni sem leiðir inn í Kaanal van Willeroek og áfram í Zeekanaal Brussel- Schelde. Aðeins þurftum við að bíða eftir að komast í slússuna en síðan var siglt inn. Þegar við vorum lögst við stb. vegg slússunnar var ég spurður að því hvort ég hefði s.k. “yeelow card” og kom alveg af fjöllum, en þar sem ég var ekki með það var ég beðinn um að koma upp í stjórstöðuna. Þurfti ég nú að klifra upp allan slússuvegginn og arka upp í stjórnstöðina. Þegar þangað kom kom í ljós að ég þurfti að greiða 6 mánaða aðgangsgjald fyrir kanala slússur og brýr í Belgíu og fá þetta “yellow card” sem staðfestingu þess. Var snarlega gengið frá því, greiddar 25 Evrur og þar með fenginn ótakmarkaður aðgangur að allri þessari þjónustu. Eftir þessa slússu héldum við áfram ferð okkar til suðvestur eftir kanalnum og var nú Brussel framundan. Eftir því sem við nálguðumst borgina fór það ekki framhjá neinum að þéttbýli jókst meðfram bökkum kanalsins og stærri og stærri hluti af bökkum hans fór undir legukanta fyrir flutningalegtur, vörugeymslur, gámavelli og verksmiðjur. Við þurftum að fara í gegnum aðra slússu sem er í úthverfi Brussel og heitir Zemst og mikill fjöldi var af brúm sem opna þurfti fyrir okkur á leiðinni. Var því farið að tegjast úr deginum eftir því sem við þokuðumst sunnar. Við áttum að fara framhjá yachthöfn í Vilvoorde sem rétt norðan við Brussel en þegar við sigldum þar framhjá henni þótti okkur ekki það mikið til hennar koma að það borgaði sig að stoppa þar. Þegar hér var komið sögu vorum við ekki farin að skoða hafnir sem við ætlum að nota, á Google Earth, en það gerum við núna til að kanna hvort þær séu þess virði að leggjast þar inn. Fórum við því að byrja að hafa áhyggjur yfir að nú gæti verið að yachthöfnin í Brussel sé kvorki fugl né fiskur og við orðin þreytt eftir langan dag og viljum fara að finna gott legupláss.  Svo kom höfnin loksins í ljós og mikið lifandis ósköp vorum við fegin að sjá að þetta er alveg sómastaður og renndum við beint upp að gestabryggjunni og bundum vel. Var kl. þá orðin 1805 svo við vorum búin að vera á ferðinnni í tæpa 9 klst. Eftir að búið var að átta sig á alllri þjónustu og umhverfi snæddum góðan kvldverð og létum líða úr okkur í hlýju kvöldloftinu í Brussel, áður en við lögðumst til náða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 53471

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband