FD 93150 og þar með lögleg í Antwerpen.

Mannlíf á aðaltorgi Antwerpen

Myndin er frá Grote Markt (aðaltorgi Antwerpen)

Við lentum í Antwerpen kl. 1530 og það er alltaf í ýmsu að snúast eftir að lagst er í nýja höfn. Fyrst er að stöðva vélarnar. Síðan er gengið frá landfestum þannig að tryggilega sé bundið og fendarar settir þar sem hætt er við snertingu við bryggju eða aðra báta. Þá er slökkt á öllum rafeindatækjum, siglingaljósum, skráð í dagbókina og gengið frá kortum, útsetningaráhöldum og leiðsögugögnum á sínum stað. Samhliða eru vasar og skrautmunir teknir úr skorðum sínum, þar sem þeir eru á meðan á siglingu stendur, og settir þar sem þeir þjóna tilgangi sínum. Sama er gert í eldhúsi, baði og svefnkáetum þar er það tekið fram sem sett var í skorður. Sólstólar, sessur og pullur frá útidekki eru teknar upp og komið fyrir á dekkinu svo hægt sé að láta fara vel um sig þar. Einnig er rafmagnskapallinn tekinn og tengdur í næsta raftengil á bryggjunni og athugað hvort landrafmagn skili sér ekki til hleðslu rafgeyma og til notkunnar á 220V tækjum.

 

Næst er farið á hafnarskrifstofuna og Hafni heimsóttur. Við hann er gengið frá legutíma og hafnargjöldum og fengnar leiðbeiningar um salerni, böð og þvottavélar sem og lyklar að hafnarhliðum, en þær eru mjög vel girtar af. Þarna er þetta með glæsilegasta móti og skipulagið svo gott að Hafni vissi að við höfðum ekki s.k. FD númer, eins og fram kemur í fyrri pistlum,og fékk ég það nú skráð FD 93150. Engir lyklar voru þarna að hafnarsvæðinu heldur aðgangskodi sem ég fékk skrifaðann með FD númerinu. Að lokum afhenti Hafni mér kort af miðborginni og bað mig endilega að láta sig vita ef við þyrftum á einhverju halda, þeir væru jú til þjónustu við okkur. Að þessu loknu er farið aftur um borð og gengið frá öllup pappírum og greiðsluborði settur á bátinn á áberandi stað, þegar til slíks er ætlast. Rétt er að geta þess að hafnargjöldin rokka þetta frá 10 til 15 Evrur fyrir okkar bát á einstakar nætur, ef lyggja á viku lækkar það um 20%, um 50% ef liggja á mánuð og um 70% ef liggja á lengur, t.d. 6 mánuði. Þjónusta við slússur og brýr, sem þarf að opna er alltaf ókeypis.

 

Þegar þessu öllu er lokið er hægt að pústa fyrir landgöngu og fá sér kaffibolla, bjór eða vínglas eftir atvikum. Þennan fyrsta legudag í Antwerpen, föstudaginn 1. september, ákváðum við að leggja áherslu á að ná í matvöruverslun til að “provantiera upp” og lögðum við því fljótt af stað upp í borgina. Með kortið að vopni var auðvelt að rata og eftir aðeins 10 mín. göngu vorum við í miðborginni, á aðaltorgi hennar þar sem verið var að stilla upp áhorfendapöllum fyrir NATO TAPTOE sýningu daginn eftir. Eftir smá rölt og hvíld á götuveitingastað keyptum við inn fyrir kvöldverð um borð því liðið var að kvöldi og erfiður dagur að baki. Við ætluðum hvort er eð að eyða allri helginni þarna í rólegheitunum áður en við leggðum í lokaáfangann til Brussel, en þaðan ætluðum við heim til Íslands. Eftir kvöldverðinn tók ég me´r gönguferð um yachthöfnina eftir að skyggja tók en í hverjum króki og kima lágu yachtir af öllum stærðum og gerðum og ljós og líf í mestum hluta þeirra. Sat fólk um borð við spil, bóklestur, sjónvarpsgláp eða hvað eina annað sem fylgir venjulegu kvöldlífi á heimilum. Í yfirgnæfandi tilfellum samanstendur áhöfnin að hjónum eða pörum ýmist einum eða tveim, stundum með börn en oftar með hunda. Miðað við aldurssamsetningu þeirra sem virðast stunda svona yachtlíf má ætla að flestir séu komnir úr barneign og búnir að ljúka þeim kapítula lífshlaupsins og farnir að njóta þeirra ævintýra sem þetta líf býður uppá.

 

Eftir að við komum kl. 1530 var opnað þrisvar sinnum um kvöldið fyrir umferð í höfnina, og var töluverð um umferð nýrra báta inn. Jafnvel kom inn í docina stórt farþegaskip og lagðist öndvert við okkur, mikið skreytt ljósum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 53471

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband