Hvernig í ósköpunum lentir þú hér?

Willemdoc

Eins og ég sagði í fyrri pistli fór ég í skoðunarferð meðan frú Lilja Ben var að hrekkja Bretana. Gekk ég yfir umferðargötuna sem liggur yfir brúnna sem við vorum að bíða eftir til að komast inn í Wllemdoc, til að skoða og líta eftir góðri bryggju til að lenda við. Allstaðar var að sjá legupláss í boxum en þó með verklegum bryggjum á annað borðið. Undantekning var að hægra megin við hafnarskrifstofuna, sem er glæsileg bygging við enda hafnarinnar, er löng bryggja sem var í mínum augum spennandi kostur. Þar sem ég geng í átt að hafnarskrifstofunni sé ég einkennisklæddann mann sem ég ákvað strax að væri Hafni. Gekk ég að honum og sagðist vera í biðstöðu utan við brú á m/y Lilju Ben og spurði hvort ég gæti ekki lagst þarna að, og benti um leið á bryggjuna sem ég hafði augastað á. No, no sagði þá gaurinn og brosti sínu blíðasta, þessi bryggja er fyrir stærri skip, ég mun vísa ykkur á pláss þegar þið komið inn. Rölti ég með það til baka um borð í biðstöðina. Skömmu síðar kom Hafni brunandi á Zodiac bát og heilsaði upp á okkur og sagði að þegar brúin opni verði við að bíða meðan fimm bátar sem ætli út komi sér í gegnum brúarhaftið en að svo eigum við að koma inn, en hann vildi fá legtuna á undan því hún væri stærri og þyrfti að fara innar. Sagðist hann taka á móti okkur á Zodiacbátnum fyrir innan og vísa okkur á plássin.

 

Skömmu eftir að Hafni var farinn byrjaði bjölluhljómurinn að klingja og slárnar fyrir umferðargötuna, sem liggur yfir brúnna, að síga þannig að við settum strax í gang, leystum og komum okkur í bið utan við hana, en hún lyftist nú tígulega upp í loftið. Týndust nú bátarnir fimm hver af öðrum út og þegar sá síðasti var kominn framhjá skreið legtan inn um haftið, sem var um 200 m. langt sund, og við á eftir. Opnaðist þá Willemdocin fyrir innan svo til í hjarta borgarinnar. Þegar inn var komið kom Hafni brunandi á sínum Zodiac, veifaði okkur og sigldi síðan að einu boxinu og bennti okkur inn í það. Síðan fór hann og fylgdi legtunni á pláss til að taka við endum frá henni.

 

Við komum okkur saman um að bakka inn í boxið og tók ég því sveig út í höfnina og stillti af fyrir bakkið. Nokkur vindgustur var á bb. bóginn og varð ég að bakka inn í boxið með stórann bát á bb. og bryggjuna sem ég átti að liggja við á stb. Seig nú Lilja Ben afturábak en þegar ég er kominn á móts við framendann á stóra bátnum kemur skyndilegur vindsveipur og snýr okkur þannig að ég verð hræddur um að rekast á bláhornið á bryggjunni, sem mér sýndist vera nokkuð hvasst. Gaf ég því bb. skrúfunni meira afl afturábak en stb. skrúfunni aðeins áfram og náði þannig að renna inn í boxið með afturendann á undan. Um leið og við komum upp með bryggjunni hoppaði frú Lilja í land til að setja fast en það er hins vegar af mér að segja að skriðið á bátnum var það mikið að ég var hræddur um að rekast með skrúfurnar undir bryggjuna fyrir aftan svo ég gef hraustlega áfram til að stoppa bátinn af. Við það snýst hann og bryggjuhornið kemur æðandi að síðunni svo ég gef meira í og slepp út og veit ekki fyrr en ég er komin út í miðja doc og frú Lilja Ben stendur eftir á bryggjunni. Gerð ég nú aðra atrennu og stefndi nú enn nær bátnum sem við áttum að fara upp með, til að vega á móti vindinum, en allt fór á sama veg, báturinn snýst á síðustu metrunum og hornið á bryggjunni lætur mig forða mér aftur. Enn er ég að koma mér í stöðu og þegar ég er að byrja að bakka inn sé ég að Hafni er kominn á bryggjuna við hlið frú Lilju og er tilbúinn að taka á móti. Gekk það nú eftir að mér tókst að bakka inn í boxið með því að Hafni stóð á bryggjuhorninu og tók á móti bátnum þegar hann snerist þar og hélt honum frá því meðan ég seig inn. Var Hafni búinn að sjá ítrekaðar atrennur mínar til að bakka inn í boxið og hljóp út á bryggju til að liðka fyrir. Sagði frú Lilja að það fyrsta sem hann hefði sagt þegar hann sá hana standandi á bryggjunni, viðbúna að taka við enda “hæ hvernig í ósköpunum komst þú hér”? Var ekki laust við svolítinn munnþurrk og svita í lófum í lokin en allt gekk þó upp og við komin á finasta pláss beint fram að hafnarskrifstofunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 53470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband