FD númer hvað? Vitleysa leiðir í Willemdoc í Antwerpen.

Antwerpen

Við yfirgáfum Tholen kl. 0900 laugardaginn 1. september og stefndum til Jachthaven Marina sem er í Boven – Zeeschelde, einni af fljótakvílslunum sem siglt er inn til hafnarinnar í Antwerpen. Var ég búinn að grandskoða leiðarforritið og kort af svæðinu og vorum við sátt við að leggjast þar þótt spotti væri inn til borgarinnar. Var þetta eini staðurinn sem leiðarforritið gaf upp fyrir yachtir og þýddi að við þurftum að fara í gegnum stórskipahöfnina og þaðan í gegnum Boudewijnsluis “niður” í Boven – Zeeschelde. Allt í lagi með það, en það átti eftir að breytast og það til óvæntrar ánægju. Við héldum nú niður Tholensgat sem er vatnasvæði og er leiðin vörðuð görðum á báða bóga með fjölda af vindmyllum. Af og til komu kjarri vaxnir hólmar sem gáfu umhverfinu skemmtilaga tilbreytingu. Eftir 10 km. siglingu komum við að Kreerakslússu þar sem við fórum inn með nokkrum skipum og bátum og var lyft þar upp um 1.80 m., inn í áframhaldið á Schelde Rijnbinding kanallin, en hann leiðir okkur í réttri hæð alla leið inn í Antwerpen höfn. Eftir 9 km. í viðbót fórum við yfir Belgísku landamærin og vorum rétt á eftir komin inn í Antwerpen höfn. Var nú siglt á milli stórra hafskipahafna og gámasvæða innan um stórskip, dráttarbáta og allskonar fley á þönum fram, aftur, út og suður. Eftir 12 km. siglingu innan hafnarinnar kom Boudewijnslúsan í ljós á stb., feikna mannvirki með tveim slússuhólfum fyrir stór gámaskip, og var vestari slússan að hleypa skipum inn sem biðu. Hófust nú viðskipti sem eru þess eðlis að ég ætla að reyna að endursegja þau eins og ég man þau, en það ætti að vera óhætt þar sem í rituðu máli kemur ekki fram framburður minn á hinni frönsku Belgísgu né framburður slússustjórnarinnar á Íslensku orðunum Lilja Ben. Byrjaði ég nú þannig, en á meðan létum við reka fyrir framan slússuna og horfðum á skipin sigla inn:

 

“Boudewijnsluis this is mororyacht Lilja Ben, I repeet Lima India Lima Juliett Alfa, space, Bravo Echo November”. Eftir smá stund kom svarið “Lilja Ben this is Boudewijnsluis”. Var ég nú fljótur og sendi “Boudewijnsluis Lilja Ben, asking for permission to enter the sluis from SE”. Nú kom smá þögn en svo kom “Lilja Ben, what is your FD number”. Nú var komið að mér að hafa þögn meðan ég hugsaði “hvað í fjáranum er það” en sagði svo “Boudewijnsluis Lilja Ben, I have no number at all”. Nú var komið að þeim að þegja en svo kom “Lilja Ben you can’t enter the sluis without a FD number, where are you coming from and what is your destination?”. “Boudewijnsluis I am coming from Tholen, Holland and heading for Jachthaven in Antwerpen, where can I have a FD number?”. Hér sagði ég vitleysuna sem kom okkur heldur betur til góða. Næst kom það besta. “Lilja Ben you should have contacted the Antwerpen Harbour Authorities at Ch 74 to get FD number but you do not need to go through the sluis for jachthaven in Willemdoc Antwerpen, just proceed sout through the harbour until you reach the London bridge and give them a call when you are there. Ask the harbourmaster at the jachthaven to have a FD number when you are there”.  Eftir smá umhugsun svaraði ég “Boudewijnsluis, thank you very much this is Lilja Ben and out”. Málið var það að af því að ég sagðist vera á leið í yachthöfnina Antwerpen í stað Yachthaven Marina þá leiðbeindi hann mér í þessa líka glæsilegu yachthöfn í hjarta Antwerpen sem ég segi nánar frá í næsta pistli. Þessi höfn var ekki skráð í leiðarforritið okkar því vissum við ekki af henni og hún er ekki heldur merkt sem slík á korti, heldur einungis Willemdoc.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 53471

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband