Þegar vandræði leiða til góðs.

Willemstad úr lofti

Virkisbærinn Willemstad í Holland

Áætlun okkar var að fara frá Bruggehof til Tholen, sem yrði þá síðasti viðkomustaður okkar í Holland áður en náð væri til Belgíu. En sú áætlun átti eftir að breytast og það til góðs. Ekki var hægt að leggja í hann án þess að taka olíu og ver engin olíustöð sjánleg á leiðinni, samkvæmt leiðarforritinu sem við studdumst við, og enga olíu var að fá í Bruggehof. Því ákváðum við að sigla upp til Dordrecht og taka olíu þar sem var u.þ.b. 23 km. krókur, fram og til baka. Kostaði þetta þriggja tíma töf þannig að við lögðum ekki af stað frá Dordrecht fyrr en kl. 1150 þann 29. ágúst. og ákváðum því að fara ekki lengra en í yachthöfn Numensgorg sem liggur á mótum fljótanna Hollandsche Diep og Volkerak, en þar er slússa sem við ætluðum að geyma að fara í gegnum þar til að morgni dags.

 

Gekk nú allt eins og í sögu, upp og niður Dordtsche Kil kanalinn, og þegar við komum út í fljótið Hollandsche Diep fannst okkur við vera komin út á haf, svo rúmt var allt í einu um okkur, enda fljótið breitt. Brunuðum við nú vestur þetta mikla fljót í samfloti við mikinn fjölda skipa og báta. Var fljótið frekar úfið og ókyrrð því nokkur auk þess sem hafa þurfti nokkra aðgæslu vegna mikils fjölda af skútum um allar trissur. Þegar vestur eftir fljótinu dró kom hin mikla brú í ljós sem liggur yfir Hollandsche Diep fljótið og átti höfnin inn til Numansgors að vera skammt frá nyrðri brúrasporðinum. Þega nær dró, kom hins vegar í ljós á bb. bærinn Willemstad og sáum við strax að þar var glæsileg yachthöfn undir háum virkisvegg sem umlykur bæinn. Numansgors reyndist hins vegar vera ágætis yachthöfn en á frekar eyðilegum stað. Því ákváðum við að venda okkar kvæði í kross og skella okkur inn í Willemstad sem við sáum ekki eftir. Var okkur vísað í legu innarlega í höfninni undir virkisveggnum og stórri Hollenskri vindmyllu. Willemstad er einn af fallegustu bæjum sem við komum til á þessu mikla ferðalagi okkar. Er bærinn lítill en einstaklega vinalegur, umgirtur áðurnefndu virki sem er eins og stjarna í lögun þegar litið er á bæinn úr lofti. Þar sem við lágum var örstutt í miðbæinn með lágreistum gömlum húsum sem eru dæmigerð fyrir Holland, vel við haldið og allt einstaklega þrifalegt. Meðfram aðalgötu hafnarinnar var fjöldi veitngahúsa og var mjög notalegt að sitja þar og horfa yfir lífið um borð í bátunum sem lágu beinlínis við götuna. Vegna þess hvað bærinn var fallegur og hreinlega rómantískur ákváðum við að fara hvergi næstu tvo daga og nutum vel verunnar á þessum dásamlega stað. Þótt bærinn væri ekki stór, aðeins um 2000 íbúar bauð hann upp á alla þjónustu þ.á.m. eina bestu yachtverslun sem við höfðum komið í og var nú verslað það sem þurfti til bátsins. Willemstad er þekktur fyrir að hafa staðist vel árásir stríðandi þjóða t.d. innrás Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og bera virkisveggirnir menja fyrri átaka auk þess sem minningarskyldir voru hér og þar með nöfnum manna sem höfðu látið lífið á viðkomandi stöðum í baráttu fyrir frelsi síns lands. Það leyndi sér ekki að þetta var vinsæll áfangastaður skemmtibátafólks því það var stöðugur straumur báta inn og út kvölds og morgna. Urðu olíuvandræðin fyrr um daginn til þess að við mistum ekki af þessum stað því ella hefðum við farið framhjá honum, en okkur lá ekkert á og gátum því slórað þegar svo bauð að horfa,

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 53470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband