Færsluflokkur: Lífstíll

Staðfesta og óstaðfesta í beinni

024.jpg

Það vantar kaftein í brúnna.

 

Í beinni útsendingu á stöð2 fengum við nú að kynnast hvaða frambjóðendur til forseta Íslands eru staðfastir á skoðunum um lýðræðið og hverjir eru óstaðfastir taglhnýtingar fjölmiðlavaldsins.


mbl.is Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn lífeyrissjóða

Það þarf engann að undra þótt Pétur Blöndal hafi ekki fengið frumvarp um breytingu á stjórn lífeyrissjóða samþykkt. Stjórnmálamenn, samtök atvinnurekenda og  samtök verkalýðsrekenda hafa aldrei litið á lífeyrissjóðina sem eign þeirra sem inna af hendi skyldugreiðslur í sjóðina. Þeir hafa ekki heldur litið á framlag launagreiðanda sem hluta af launum launþegans . Allt tal þeirra um að lífeyrissjóðirnir eigi að tryggja launþegum sómasamlegar tekjur (eftir úreldingu) um sína ellidaga er aðeins „sparital“ til nota þegar sækja þarf meira til launþegans.


Í fyrra sat ég félagsfund í stéttarfélagi þar sem formaðurinn situr í stjórn eins af stærri lífeyrissjóðum landsmanna. Einn fundarmanna varð svo orðhvatur í umræðum um önnur mál, að telja að sjóðfélagar ættu að fá að kjósa í stjórn lífeyrissjóðsins í stað fulltrúa atvinnurekenda í stjórninni. Formaður stéttarfélagsins brást ókvæða við þessari „arfavitlausu“ tillögu því eins og hann sagði, þá væru fulltrúar atvinnurekenda betur menntaðir og mun „klárari“ að stýra fjárfestingum sjóðanna en almennir félagar í því stéttarfélagi sem hér um ræðir.


Það sem er merkilegast er að stétt þeirra manna, sem þetta félag fylla, er oftast notuð í myndlíkingu þegar fjallað er um verkin sem leiðtogar þjóðarinnar vinna.


mbl.is Þingmenn kolfelldu tillögu Péturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knattspyrnuþjálfarar/stjórar

Ég horfi oft á hallærislegustu viðtöl sem eiga sér stað í sjónvarpi, en þau eru oftast við knattspyrnustjóra frægustu knattspyrnuliða heimsins.

Þeir eru undantekningalaust eins og talgerflar í tölvum. þetta er eintóna flæði af muldri, sem þeir virðast allir hafa tamið sér og engin þeirra segir nokkuð nýtt frá viðtali til viðtals.

Frasarnir sem fljúga eru að þeir ætla að spila til vinnings (orðað á aðeins mismunandi hátt, skárra væri það, ég hélt að það þyrfti ekki að taka það fram), en að það verði erfitt (sem alltaf verður að koma líka fram til að trekkja að áhorf).

Og al merkilegasta sem ég hef heyrt sagt í sjónvarpslýsingu frá knattspyrnuleik er að "liðið ætlar sér að reyna að gera mark áður en leiktíminn er úti". Hvað annað? 


Hættum að skamma Iceland Express

220px-airbus_a320-100_air_inter_gilliand.jpg

Airbus 320

Við vorum á Tenerife hjónin þegar Astareus fór á hausinn daginn áður en við áttum að fara heim. Þurftu sum okkar að fara með áætlunarflugi í gegnum Gatwick þar sem við þurftum að gista í eina nótt, þar sem við fengum gistingu, kvöldverð og morgunverð á kostnað Iceland Express. Flugum við svo með nýja Tékkneska flugfélaginu sem nú hefur tekið yfir flugið fyrir Iceland Express með Airbus 320 vélum sem er bylting í gæðum frá gömlu Boeing druslunum sem þeir notuðu áður. Frábær þjónusta um borð.

Rúsínan í pylsuendanum er svo að við fengum í pósti gjafabréf frá Iceland Express til hvaða áfangastaðar sem þeir fljúga til í Evrópu, sem gildir í heilt ár.

Hættum að skammast út í Iceland Express, þeir eru virkilega að sýna bætta ímynd. Við verðum að hafa samkeppnina.

 


mbl.is Starfsfólk Iceland Express með rautt nef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elíta, þrælar og einstrengni

250px-alofi.jpg

Aðalgatan í Alofi, höfuðstað Niue.

 

Framhald af færslunni Maurinn og molinn.

Athyglin hvarf frá Maurnum með molann því nú var meira spennandi að fylgjast með skipulagi birgðaflutninganna frá ruslafötunni í búið. Maurinn með molann ráfaði hvort sem er stefnulaust um skrifborðsplötuna, í leit að sinni týndu slóð.

Eins og áður sagði (í lok síðasta pistils „Maurinn og molinn") voru maurarnir á þönum eftir þráðbeinni línu á gólfinu, sem lá á milli ruslafötunnar og maurabúsins í horninu. Þeir voru ekki beint á eftir hver öðrum heldur var flutningalínan ca, 4-5 cm. breið. Þetta voru ljósrauð kvikindi, eins og maurinn með molann á borðinu, allir sem voru á leið frá ruslafötunni, voru með byrði í búið, en þeir sem voru á leið til ruslafötunnar voru „tómhentir". Stundum sást þó einn og einn svartur skratti sem skaust eftir röðinni fram og aftur, en þeir báru ekkert í fálmurunum. Þeir virtust vera nokkurs konar „elíta" sem létu aðra þræla fyrir sinni auðlegð, eins og tíðkast í mannheimum og höfðu gætur á að þrælarnir sinntu sínu. Ég sá líka að maurarnir höfðu ekkert fyrir því að klifra niður lóðréttann ruslafötuvegginn með byrðina í fálmurunum, þannig að ég hætti að hafa áhyggjur af maurnum á borðinu, hann myndi örugglega spjara sig niður eftir borðlöppina þegar hann finndi slóðina sína aftur.

Eftir að hafa horft á þá í skamma stund datt mér í hug að athuga hvernig þeir myndu bregðast við óvæntri uppákomu. Ég snéri mér að borðinu og sótti mér eitt blað af A4 stærð, braut það í tvennt, þannig að það myndaði „bratt ris" og skellti því á miðja flutningslínu mauranna. Það varð algjör ringulreið hjá maurunum. Þeir sem lentu þeim megin við hindrunina þar sem hún var að baki héldu ótrauðir áfram sína leið, í ruslafötuna eða búið eftir atvikum, en hinir sem fengu nú skyndilega hindrun á leið sinni frá búi til ruslafötu og öfugt, virtust verða algjörlega ráðviltir og söfnuðust í hnapp sitt hvoru megin við hindrunina sem blaðið myndaði. Þeir sem lentu inni í „risinu" vissu greinilega ekki heldur sitt rjúkandi ráð.

En nú brá nokkuð einkennilegt við. Bæði frá ruslafötunni og búinu komu nú skyndilega svörtu maurarnir u.þ.b. 4 til 5 frá hvorum stað og fóru rakleitt inn í hópana sem voru sístækkandi sitt hvoru megin við hindrunina. Þegar þeir komu í maurahrúgurnar virtust „þrælarnir" safnast í smá hópa kringum þá eins og um fundi væri að ræða þar sem hindrunin væri til umræðu og hvernig ætta að bregðast við henni. Síðan sá ég að rauðir maurar voru sendir beggja vegna frá, meðfram hindruninni, til að kanna leiðir framhjá henni. Að lokum náðu fykingarnar saman fyrir endana á „risinu" sitt hvoru megin og flutningarnir fóru aftur í gang með því að fara meðfram hindruninni sitt hvoru megin. Þeir maurar sem höfðu lent inni í „risinu" fundu sér leið út úr prísundinni og sameinuðust maurunum sem höfðu fundið sér „klofna" flutningslínu sitt hvoru megin við hindrunina. Nú var kominn tími til að gera frekari athuganir á atferli mauranna svo ég tók nú blaðið í burtu og flarlægði þar með hindrunina. Það furðulega gerðist að maurarnir héldu áfram flutningunum með því að fara til hægri og vinstri eftir atvikum, fyrir endana á blaðinu eins og það væri enn til staðar. Þegar ég fór af skrifstofunni klukkutíma síðar héldu þeir enn uppteknum hætti eins og hindrunin væri enn til staðar.

Maurarnir á NIUE kenndu mér að þeir eru líkir mannfólkinu að því leiti að massinn lætur elítur ráða yfir sér og að hegðunin fer ekki eftir skynseminni einni, eða eins og einn framámaður í stjórnmálum sagði eitt sinn við mig, „það getur verið langur vegur á milli pólitík og skynsemi". Með því að halda áfram að fara fyrir hindrunina þótt hún væri farin sýndu maurarnir á NIUE ákveðna samsvörun með mannfólkinu.


Furðufrétt

Í fréttum RUV kl. 1600 var greint frá umræðum á Alþingi um að Viðlagatrygging hafni að bæta tjón vegna skjálfta sem verði vegna niðurdælingar á vatni. Samkvæmt fréttinni var haft eftir þingmönnum að verði lögum um Viðlagatryggingu ekki breytt "þurfi Alþingi að grípa til sinna ráða".

Eini aðilinn sem setur lög á Íslandi er Alþingi. Vissu þingmenn það ekki, eða héldu þeir að einhver annar breytti lögum um Viðlagatryggingu? Spurt með þeim fyrirvara að rétt hafi verið eftir haft í fréttum RUV.


mbl.is Algerlega óviðunandi staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áreiðanleiki "greiningadeilda" og spákellingar nútímans.

Aftur eru greiningardeildir bankanna komnar með fjölmiðlasviðið. Þær þögnuðu fyrst eftir hrun, m.ö.o. kunnu að skammast sín smá stund fyrir það malbik sem þær héldu að þjóðinni þá.

Það er hins vegar auðvelt að fyrirgefa þeim ræflunum því þeirra hlutverk er jú að "heilaþvo markaðinn" með hagstæðum spám.

Í gamla daga fóru unglingsstelpur umvörpum til spákellinga þess tíma til að "sjá til framtíðar" og ef spáin var ekki nógu hagstæð var bara skipt um kellingu og þar með spá. Greiningadeildirnar eru teknar við hlutverki spákellinganna sem er hið skemmtilegasta mál, en ég hef aldrei skilið í fjölmiðlunum að hafa aldrei gert könnun á hversu vel þessar spár spákellinga nútímans hafa staðist gegnum tíðina t.d. s.l. 10 ár. Fátt væri auðveldara og áhugaverðara að sjá.

Unglingsstelpurnar fóru til spákellinganna í leynum en fjölmiðlar nútímans birta spár spákellinganna opinberlega svo spárnar ættu að varða alla.


mbl.is Skortur á fasteignum 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maurarnir á Niue

maurinn.jpg1.      Hluti: Maurinn og molinn.

Það var liðið á dag og vinnunni lokið þegar ég settist aftur við skrifborðið. Ég var sveittur og þreyttur eftir vinnudaginn sem var búinn að vera óskaplega heitur og rakur, enda meðalhiti ársins á þessari S-Kyrrahafseyju um 37ᴼ C og rakinn oft yfir 70%. Í gegnum hugann streymdu minningar sem ég ætlaði að vernda frá veru minni með Polynesum, eftir nærri tveggja mánaða dvöl á Niue, lítilli eyju, nokkurnveginn í miðju þríhyrnings sem draga má milli Tonga-, Samoa- og Cook eyja.  Ég var staddur þarna á vegum UNDRO (United Disaster Relief Organisation) til að fara yfir öruggismál þessa litla nýfrjálsa eyríkis og veita eyjaskeggjum ráð við uppbyggingu almannavarna í víðustu merkingu þess orðs. Þar sem ég sat nú verklaus við skrifborðið, nýbúinn að fara með handritið af skýrslu minni til vélritunar hjá einkaritara lögreglustjórans á Niue, veitti ég maurnum skyndilega athygli. Hann var á stærð við nöglina á litlafingri, þar sem hann rogaðist eftir skrifborðinu mínu með brauðmola á milli fálmaranna, beint fyrir framan andlitið á mér. Molinn var svo stór að ég skildi ekki hvernig maurinn komst hjá því að steypast fram yfir sig, þar sem hann hélt á honum fyrir ofan hausinn á sér. Brauðmolinn hafði hrotið af samlokunni sem ég keypti í hádegismat, í „supermarkaðnum“ hinumegin við aðalgötuna, þar sem stjórnaráðsbyggingin í höfuðstaðnum Alofi stendur, en þar hafði ég skrifstofu við verkefnið sem nú var að ljúka. Ég horfði spenntur á maurinn, sem átti um 90 cm. ófarna að hægra borðshorninu mín megin, því ég vissi að framundan var óyfirstíganleg þraut. Hann þurfti að komast fram af borðbrúninni með molann og niður 70 cm. háa borðlöppina til síns heima. Myndi kvikindið leysa þann vanda og þá hvernig? Heimkynnin þekkti ég, en þau voru í sprungu í horni skrifstofunnar, niður við gólf á bakvið stólinn minn. Voru maurarnir í sprungunni orðnir hluti af mínum litskrúðuga og fjölbreytta „kunningjahópi“, en þeir voru á stöðugum þönum inn og út úr sprungunni, allan liðlangan daginn, oftast með eitthvað sýnilegt milli fálmaranna á innleið en „tómhentir“ á útleið.

niue.jpgAllt í einu sá ég að maurinn minn snarstansaði með byrði sína í fanginu þegar hann átti um 30 cm. ófarna að borðbrúninni. Hann var algjörlega ráðvilltur og augsýnilega búinn að týna slóðinni. Maurar skilja nefnilega eftir sig lyktarslóð til að rata eftir á heimleiðinni. Skyndilega laust í huga mér hvað olli rugli maursins. Það hafði verið blað hægra megin á borðinu fyrir nokkrum mínútum síðan, sem maurinn hefur átt leið yfir þegar hann kom. Blaðið tók ég síðan, þar sem það var hluti af handriti í lokaskýrslunni. Þar með tók ég óvart um 20 cm. stubb úr lyktarslóð maursins, sem nú snerist um sjálfan sig á endalausri víðáttu borðplötunnar, með risa brauðmola í fanginu. Það var orðið spennandi að fylgjast með atferlinu þannig að ég neitaði mér um að dusta kvikindið af borðinu og niður á gólfið, eins og ég hafði gert við félaga hans og kannske hann sjálfan oft áður. Varð mér því á að líta þess í stað niður á gólfið þar sem maurabúið var og þar gaf heldur betur á að líta. Það var bein lína af tugum, ef ekki hundruðum maura, á þönum milli sprungunnar í horni herbergisins og í ruslafötuna, sem stóð um 3 m. frá sprungunni. Þeir voru allir að flytja matarleifar, brauðmola og áleggsleifar frá ruslafötunni í búið. Framhald.


Að bera saman virðingu.

Í umræðum í síðdegisútvarpi rásar 2 í dag blandaði þingmaðurinn heiðursverði lögreglu við þingsetningu, við virðingu fyrir alþingi. Að bendla lögregluna við virðingu alþingis er lítilsvirðing við lögregluna, samkvæmt skoðanakönnunum, því alþingismenn hafa sýnt með óhyggjandi hætti að þeir eru fullfærir um að troða virðingu alþingis í svaðið, hjálparlaust.
mbl.is Lýsa furðu á ummælum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband