22.1.2011 | 16:57
Hvað er nú?
Jörðin eignast nýja sól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2011 | 21:51
Vandaðir menn fara eftir lögum og reglum.
Ég skil vel að Ólafur B. Thors sé undrandi á stöðu Sjóvár, og telji að svo væri ekki komið ef farið hefði verið að reglum. Ólafur er það grandvar og vandaður maður að undir hans stjórn hefðu gjörningar ekki verið samþykktir óséðir, eins og eftirmaður hans viðurkenndi að hafa gert.
Nú er gegnumgangandi í umræðunni að bæta þurfi þau lög og þær reglur sem fara eigi eftir svo mistökin endurtaki sig ekki. Hvernig væri nú til tilbreytingar að fara eftir gildandi lögum og reglum fyrst. Það virðist ekki heldur vera farið eftir nýjum verklagsreglum sem settar eru. Það er til einskis að setja lög og reglur ef eftirbreytnin er engin.
Staða Sjóvár óskiljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 20:31
Er reki rusl?
Spurningunni varpa ég fram til að vekja til umhugsunar um skilgreiningu á hvað er rusl á ströndum. Fyrir mörgum árum síðan sendi umhverfisráðuneytið bréf til sveitarfélaga þar sem farið var fram á að gömul skipsflök væru hreinsuð úr strandlengju landsins.
Gömul skipsflöt við strendur landsins eru til vitnis um atvinnu- og siglingasögu landsins. Séu öll mengandi efni fjarlægð úr þeim eiga þau að fá að standa tilað minna okkur á söguna. Togaraflakið við Skarðsfjöruvita, sem tíminn er að ná að afmá þótt hann standi á öðru flaki, flakið af frönsku skútunni skammt austan við ósa Kúðafljóts, og gufuketillinn úr Goðafossi, sem strandaði við Straumnes eru ekki rusl. Er rekaviður rusl?
Rannsaka rusl á ströndum landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2011 | 17:55
Hugmyndasmiður vegtolla um höfuðborgina
Segja borgaryfirvöld ekki hafna veggjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2011 | 17:13
Þegar Ísland var sjálfbjarga
Myndin er af v.s. Þór þegar hann kom með vistir á Seyðisfjörð á 7. áratugnum. Skipið er svolítið ísað, en færði vistir til hafnar.
Í þá tíð þegar Ísland átti og rak alvöru Landhelgisgælu með varðskipum, hljóp hún undir bagga og sá um að mjólk og öðrum nauðsynjum væri komið til einangraða byggða. En eftir að tengslin við náttúruöflin rofnuðu og varðskipin hurfu fer allt í klessu ef óveður verður um einhvern tíma.
Um þetta má lesa í nýútkominni bók með mynddiski "Varðskipið Óðinn, björgun og barátta í 50 ár". Bókina með disknum má kaupa í Sjóminjasafninu Víkinn við Grandagarð.
Mjólk að klárast á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2011 | 10:21
Miskunsemi
Ég furða mig mikið á umræðunni um matargjafir og biðraðir þeim tengt. Framfærsluskylda hvílir, svo best sem ég veit, á viðkomandi sveitarfélögum. Því spyr ég: Eru þeir sem eru nauðstaddir, í biðröðum eftir mat, búnir að leita til síns bæjar eða hrepps um framfærslu? Ef svo er var þeim hafnað, eða var framfærsluaðstoðin svo knöpp að hun dugði ekki?
Hvernig sveitarfélag stendur að framfærsluaðstoð er þess að útfæra t.d. með útgáfu matarkorta, matarmiða, matarbeiðna eða beinum peningagreiðslum.
Ef hins vegar einhver samtök (t.d. Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Samjálp) eða einhverjir einstaklingar taka upp hjá sér að gefa einhverjum einstaklingum að borða finnst mér það vera þeirra einkamál og að engum komi það við, síst af öllu fjölmiðlum. Þeir ættu frekar að spyrja félagshjálp sveitarfélaganna hversu margir þiggja framfærsluaðstoð til að slá mælistiku á fátækt og neyð hennar vegna.
Til að fyrirbyggja allan misskilning ber ég fulla virðingu fyrir þeim sem vilja gefa svöngum mat en tel að einkenni góðverka eigi að vera að þau séu gerð í kyrrþey.
Skipti hópnum milli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 6.1.2011 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 16:32
Vel að verki staðið
Það er vel að verki staðið að lækka um 9000 fet á mínútu (9000 m. = 27000 fet / 3mín) og trúlega hafa flugmennirnir þurft að setja niður flapsa og hjól til að halda við að hraðinn færi ekki yfir þolmörk vélarinnar.
En ég leyfi mér að halda því fram að blóðnasir farþega hafi frekar stafað af þessu skyndilega þrýstingsfalli, en ekki af lækkunarhraðanum.
Skelfing um borð í sænskri flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010 | 11:50
Neyðarfjarskiptakerfi?
Neyðarfjarskipti komin í lag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2010 | 00:04
Æfingin KRISA 90 um elgos NA við Krísuvík
Nákvæmlega fyrir 20 árum, 29. nóvember 1990 stóðu Almannavarnir ríkisins fyrir stjórnsýsluæfingu með þátttöku almannavarnanefnda á SV horninu og ríkisstofnunum sem málið varða ef eldgos yrði við Sveifluháls og í sprungusveimum þar NA af. Var sviðsetning æfingarinnar, sem stóð í 10 daga og "kulmenaði" í eldgosi sem rauf vegasamband á Suðurnes. háspennuvirki vatnsból og hitaveitur svo eitthvað sé nefnt. Þótti æfingin einstaklega lærdómsrík fyrir almannavarnayfirvöld, sveitarstjórninr, stofnanir og björgunaraðila, og það sem kanske er merkilegast að sviðsetti aðdragandin var næstum eins og það sem nú er að gerast.
Í upphafi sagði í pistlinum 10 árum en átti auðvitað að vera 20 árum.
Önnur skjálftahrina í Krýsuvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2010 | 19:50
Jákvæður þjóðfundur
Samvinna í sinni tærustu mynd.
Ég hlustaði á Guðrúnu Pétursdóttur lýsa þeirri jákvæðni sem ríkt hafi með 1000 þjóðfundargestum í dag. TIL HAMINGJU ÍSLAND MEÐ FUNDINN. Ég átti leið fram hjá Laugardagshöll kl. 11 í morgun, á leið til að lesa upp kafla í bók sem ég er meðhöfundur að. Mér fannst í alvöru sem jákvæðir straumar bærust mér frá Laugardalshöll þegar ég keyrði framhjá. Gata straumar ("árur") virkað svo? Efnishyggjumaðurinn ég hélt ekki en hef e.t.v. rangt fyrir mér. Smiti þeir straumar, sem á fundinum ríktu, út frá sér eru svartsýni og sárindi yfir spillingu nútíðar trúlega senn að baki.
Afrakstur þjóðfundarins á eftir að koma til kasta stjórnlagaþingsins og vonandi að móta tillögur þess.
Ef sérhagsmunaklíkum tekst ekki að eyðileggja þá vinnu sem í dag var lögð að mörkum, og stjórnlagaþingið mun vonandi fullkomna, er aðeins einn hjalla eftir að vinna til að ný og betri stjórnarskrá líti dagsins ljós, en það er brattasti hjallinn, spilltir málaliðar á Alþingi.
Grunngildin skýrð á þjóðfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 7.11.2010 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar