Azores (Asoreyjar)

 

Ponta Delgata Kvöldmynd frá Ponta Delgata á Sao Miguel eynni. 

Þar sem nú er ekki meira að skrifa í bili um siglingu á LILJU BEN, ætla ég að segja ykkur lesendur góðir frá ýmsu úr fjölbreyttum minningasjóði.

Ég kom fyrst til Azoreyja fyrir 33 árum, árið 1975, þá á vegum jarðvísindadeildar UNESCO, til að fjalla um eldgos og varnir gegn þeim. Varð sú ferð upphaf að fekara starfi þar um nokkurt árabil fyrir, yfirvöld þar, Háskólann á Azoreyjum og Háskólann í Cambridge. Vegna þessara starfa átti ég kost á að heimsækja eyjarnar átta sinnum með mismunandi löngum dvölum.

Azoreyjar eru um 760 sjóm. (1.400 km.) vestur af Portugal og heyra undir það með þó nokkra sjálfstjórn. Eyjarnar eru níu og er samanlagt flatarmál þeirra um 2.334 km2, en Ísland er eins og við vitum um 130.000 km2. Hins vegar er heildaríbúatala Azoreyja sú sama og á Íslandi og samt virka þær strjálbýlar. Sao Miguel er stæsta eyjan, 759 km2.  og er jafnframt austast. Hún er 65 km. löng og 12 km. breið þar sem hún er breiðust. Hún er því jafn stór og svipuð að lögun og t.d. Snæfellsnes, en á eynni búa um 120.000 manns í þrem stórum bæjum með 20 - 50 þús. íbúa hver. Að auki er svo fjöldi smáþorpa á eynni að svipaðri stærð og dæmigerð fiskiþorp á Íslandi. Því nefni ég Sao Miguel sérstaklega, að þar hef ég dvalist mest þótt ég hafi komið á allar eyjarnar.

Eyjarnar eru fallegar og byggðar upp af miklum eldfjöllum, eða háreistum eldstöðvum og því víðast sæbrattar. Eldgos eru þarna sjaldnar en á Íslandi, en oftast öflug og mjög hættuleg mönnum og skepnum. Er landslagið mótað af hrikalegum ösku- og vikurskriðum (Pyroclastic flow) frá stórgosum fortíðar. Eyjarnar eru mjög grænar og víða skógi vaxnar upp á efstu fjallatoppa, nema þar sem land hefur verið rutt til nytja, aðallega beitar. Þarna grær flest sem gróið getur, þó ekki Íslenska birkið vegna of "hagstæðra" skilyrða. Það var prófað af Bandarískum kennara og ræðismanni á Asoreyjum, Thomas Hickling (1745 - 1834), sem bjó í Furnas eldstöðinni frá 1795 og stofnaði þar skrúðgarðinn Terra Nostra, með plöntum sem hann safnaði hvaðanæva úr heiminum. Terra Nostra garðurinn er í botni eldstöðvarinnar Furnas, og er samnefnt hótel við garðinn, en ég mun geta meir um Furnas í framhaldspistlum mínum um þessar eyjar. Veðrið er á Asoreyjum er mjög óstöðugt eins og á Íslandi, enda úthafseyjar. Þetta er úrkomu- og vindarassgat en meðalhiti vetrar er um 16° C en sumars um 21° C.

Fólkið sem er Portugalskt að uppruna myndi teljast fátækt en þó er velmegun þokkaleg í stæstu bæjunum. En það sem mestu skiptir er að þetta er vingjarnlegt fólk og elskulegt í viðmóti þótt það sé feimið og hefur mér óvíða liðið betur í ókunnum löndum.

Vegakerfið er þokkalegt á okkar mælikvarða, allar leiðir malbikaðar en malarvegir aðeins á afskekktustu fjallaslóðum. Hins vegar eru götur almennt steinlagðar þegar komið er inn í bæina og mjög þröngar með mjóum gangstéttum, ef gangstéttir eru yfir höfuð. Því þarf mikla aðgát, bæði akandi og gangandi. Samgöngur á milli eyjanna eru svo til eingöngu með flugi og flugsamgöngur, bæði til Evrópu og til Ameríku, eru tíðar og góðar.

Það var miðvikudaginn 5. nóvember 1997 sem ég fékk boð frá stjórnvöldum á Azoreyjum með fyrirspurn um hvort ég gæti komið sem allra fyrst til Sao Miguel til að yfirfara störf þeirra í nýliðnum náttúruhamförum sem urðu vegna gífulegra rigninga, óveðurs og skriðufalla, sem deytt höfðu 30 manns og eyðilagt mikið af mannvirkjum og vegakerfi eyjarinnar. Ég hafði frá 1990 unnið að því að gera viðbúnaðar- og neyðaráætlun "Itegratet Disaster Management Plan" fyrir Sao Miguel og skilað af mér árið 1995. Þeir studdust við þessa áætlun þegar ósköpin dundu yfir. Vildu þeir nú að ég færi yfir hvernig þeim tókst að vinna úr málum og gæfi frekari ráð um framtíðarskipulag þessara mála. Einnig óskuðu þeir eftir áliti um landnýtingaráætlanir á hamfarasvæðinu, vegna byggingar á nýrri fiskihöfn þar sem mesta tjónið varð. Með mér voru kallaðir til tveir jarðvísindamenn þeir Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur og John Guest, breskur jarðvísindamaður, sem er vel þekktur á Íslandi vegna rannsókna sinna hér, en allir þekktumst við vel frá fyrri störfum á Azoreyjum og víðar.

Næst ferðina til Azores og afleiðingar hamfaranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 53481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband