Hvernig er öryggi háttað gegn hryðjuverkaógn á Keflavíkurflugvelli.

Að tveir menn hlaupi út á flugbraut á Keflavíkurflugvelli segir aðeins eitt "öryggiskerfi flugvallarins er ónýtt". Ríkislögreglustjóri er ný búinn að gefa út greiningarskýrslu þar sem segir að hryðjuverkaógn sé hverfandi sem stendur á Íslandi. Það er eins gott að hryðjuverkamenn frétti ekki af því að á Íslandi sé ekkert mál að valsa út á flugbrautir eina alþjóðaflugvallarins. 

Mér skilst af fréttum að mennirnir hafi verið að mótmæla því að hælisleitandi og réttargæslumaður hans væru ekki virtir svars af Íslenskum yfirvöldum, sem málið varðar. Erfitt að sætta sig við út af fyrir sig, en lýsir þeirri "ákvarðanafælni" sem er orðin algeng í stjórnkerfi okkar. Ég er ekki að taka afstöðu með eða á móti hælisbeiðninni en gagnrýni að kjark vanti til að taka málefnalega afstöðu, standa við hana og rökstyðja ef þurfa þykir.


mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega ósammála þér.

Þetta sýnir einmitt að yfirvöld hafa fulla stjórn á þessu máli og Stefán Thordersen flugvallarstjóri lýsti því einmitt mjög vel í kvöld, hvernig við þessu máli var brugðist, sem er reyndar lýsandi fyrir vinnubrögð á Keflavíkurflugvelli.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.7.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Guðjón Petersen

Mennirnir komust inn að flugbrautum vegna lélegs eftirlits með girðingum (háspennukefli skilin eftir við þær svo auðvelt var að klifra yfir). Ef tilgangur þeirra hefði verið hryðjuverk, hefði það getað haft skelfilegar afleiðingar.

Sammála því að viðbrögð urðu eftir að flugstjóri tilkynnti um veru mannanna við flugbrautina. Viðbrögð hafa alltaf verið sterk eftir hryðjuverk en það er ekki aðalatriðið hvernig brugðist er við eftirá, til að bjarga því sem bjargað verður, heldur hvernig er varist því að atburðurinn geti átt sér stað.

Guðjón Petersen, 3.7.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband