8.2.2008 | 22:36
Frúin hélt sér í staurinn
Ábending almannavarnadeildar er rétt, ekki vera að flækjast um að nauðsynjalausu í svona veðri. Við vorum að koma heim um sex leitið í kvöld, í Naustabryggju. Keyrði ég frúna að upphitaðri gangstétt hússins og fór síðan að leggja bínum í rokinu. Þegar ég var að baksa gangandi að húsinu og næstum kominn alla leið heyrði ég hana kalla á hjálp. Hafði hún lent í vindstreng og fokið inn á milli húsa og náð taki á ljósastaur, þaðan sem hún gat sig ekki hreyft vegna látanna í veðrinu. Eftir að ég var búinn að hjálpa henni inn, uppgötvaði ég mér til skelfingar að hefði hún ekki náð taki á saturnum hefði hún getað fokið fram af bryggjukantinum neðan við húsið, því glæra svell var á svæðinu. Farið því varlega.
Alls ekki að vera á ferðinni að nauðsynjalausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff eins gott að þetta endaði vel. Svo bara hita kakó handa konunni og láta hana fá ullarteppi.
Ólöf Anna , 8.2.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.