101 Síðsumarssiglingin upp Mosel, gegnum Canal des Vosges og niður Saone.

Brautryðjandinn Fyrstur gegnum Evrópu? 

Þá erum við komin aftur og byrjuð að blogga ferðasöguna á MY LILJU BEN á leið í gegnum Evrópu og niður í Miðjarðarhaf. Af samtölum sem við áttum við fólk á leiðinni erum við orðin næsta viss um að þessi ferð okkar er nokkurs konar "brautryðjandaferð" þ.e. fyrsta ferð Íslensks báts þvert í gegnum Evrópu frá Eystrarsalti til Miðjarðarhafs. Alla vega var það óbrigðul athugasemd allra hafnarstjóra og samsiglingafólks á leiðinni að "þarna hafi aldrei fyrr sést Íslenskur bátur". Í enda ferðarinnar urðum við óttaslegin um að við fengjum ekki vetrarlægi fyrir LILJU BEN þar sem öll pláss voru orðin upppöntuð en Íslenski fáninn bjargaði okkur. "Íslendingar" sagði hafnavörðurinn, "bossin myndi aldrei fyrgefa mér ef ég úthýsti Íslendingum", en nánar um það þegar þar að kemur í lokakafla þessarar ferðasögu.

Við lentum á Frankfurt Han flugvelli upp úr hádeginu þriðjudaginn 7. ágúst, á 101 árs afmælisdegi föður míns heitins. Með okkur voru gestirnir Örn og Lonnie Egilsson að koma sína aðra ferð "um sjó og sund með LILJU BEN". Það var þokusuddi á Frankfurt Han flugvellinum þegar við lentum með Iceland Express flugvélinni og sást ekki til jarðar fyrr en nokkrum sekundum áður en lendingarhjólin snertu flugbrautina. Eins og um hafði verið talað var eiginmaður hafnarstjórans í Neumagen mættur til að keyra okkur til skips og var haldið rakleiðis áfram í grámyglu suddans þannig að lítið var til að gleðja augað á þessari annars fallegu leið. Um borð var allt eins og við höfðum skilið við það fyrir rúmum tveim mánuðum og fór nú það sem eftir lifði dags í að taka úr töskum, koma sér fyrir og kaupa inn fyrir daglegar þarfir. Ekki þurfti að segja gestunum til við að koma sér fyrir þar sem þeir þekkja orðið hvern krók og kima og hefur nafnið "Lonniarherbergi" einhvernvegin festst við gestakáetuna þar sem þau hjónin voru fyrst til að gista hana í jómfrúartúrnum. Daginn eftir var haldið áfram að kaupa inn, fara yfir tæki og tól og þrífa aðeins eftir sumarleguna og gera að öðru leiti klárt fyrir áframhaldandi siglingu.

Hugmynd okkar var að ná til Lyon í Suður Frakklandi í þessum síðsumarsáfanga þótt við vissum að hann yrði strembinn í gegnum allan skipastigann yfir hálendi Mið Frakklands, en hann er með um 100 slússur. Ekki var eingöngu fjölda slússa að kvíða heldur vissum við að í raun vorumum við að "troða" okkur í gegnum Evrópu þessa leið þar sem lægstu brýr sem við þurftum að komast undir eru ekki nema 3.50 m. á hæð, við meðalvatnshæð í fljótunum en hæðin á LILJU BEN er 4.20 m. Var ljóst að fella þurfti mastursgrindina alveg flata til að skríða undir lægstu punkta og þó yrði það tæpt því þá mátti ekki muna meira en 10 cm, en búast mátti við að svigrúmið væri enn minna vegna hárrar vatnsstöðu eftir rigningarnar í júní og júli, í Mið Evrópu. Því var ekki laust við að glímuskjálfti væri í manni og mikið pælt "kæmist maður og hvað langt?".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband