Fuglarnir

FuglagerÉg hef alltaf haft gaman af fuglum. Því tek ég alltaf eftir þeim, breytingum í fuglalífi og dáist af hegðun þeirra.

Þegar ég bjó í Bryggjuhverfinu, sem stundum er kennt við Grafarvog, þótt það hafi allt annað póstnúmer, fékk ég mér göngutúr umhverfis Grafarvoginn svo til daglega. Sunnan verðu í vognum eru grjóthleðslur sem Marierlur gerðu sér hreiður í og ólu upp unga sína. En eitt vorið voru þær horfnar og hafa ekki komið aftur. Það vakti furðu mína þangað til það rann upp fyrir mér ljós. Á vorin ganga hundruðir katta laus í Grafarvogshverfum og sjá má tugi af þeim í veiðihug umhverfis Grafarvoginn, þegar vorar og ungar eru að komast á legg. Enda eru ungar í uppeldi á Grafarvogi, liðin tíð. Eitthvað er um að kenna máfum, en ekki síst kattafárinu. Fólk heldur í barnaskap sínum að málið sé leyst með því að hengja bjöllu um hálsinn á "veiðidýrinu," sem er mesti misskilningur, ófleygir ungar geta enga björg sér veitt, þó þeir heyri bjölluhljóm, hins vegar er líklegast að það verði það síðasta sem þeir heyri á stuttri æfi. Fuglarnir eru horfnir en kettir teknir við.

GæsirÞar sem ég bý er fuglum gefið að éta þegar jarðbönn eru á veturna. Þegar við förum í hádegismat í Mörkinni, þjónustuíbúðunum, má sjá mikinn fjölda af fuglum að gæða sér á korni, smjöri eða eplum, svo etthvað sé tiltekið. Á Nýársdag mætti enginn fugl í veisluborðið, þeir voru allir farnir. Við þurftum líka að fara upp í Grafarholtá Nýársdag og við sáum engan fugl á leið okkar, sem oftast er krökkt af ef litið er eftir. En fuglarnir eru að koma aftur, allavega mættu þeir í "hádegisverð" í dag, gæsirnar og þrestirnir. Æti settum við svo út fyrir hrafninn á opna svæðið við Suðurlandsbraut, austan Markarinnar.

hrafn.jpgÉg vil meina að skothríðin á gamlárskvöld fæli fuglana frá borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband