Sporin geta hrætt.

Það var einusinni sem varðskipið Óðinn lá í höfn á Ísafirði að einn af yngri hásetunum fór á kvennafar og svaf hjá stelpu uppi í bænum. Þegar hann var að fara aftur um borð um nóttina þá lá eitt reiðhjól vel við gripdeild á leið hans, svo hann tók það traustataki og hjólaði á því um borð.

Þegar þangað var komið sá hann að hann hafði skilið eftir sig með hjólinu greinileg för í nýfallinn snjóinn svo auðvelt var að rekja förin til varðskipsins. Það gekk ekki og því tók hann það ráð, að fá sér strákúst og hjóla með hann, eftir förunum, alla leið til baka þar sem hann tók hjólið. Síðan gekk hann aftuábak alla leið um um borð og sópaði förunum í burtu með strákústinum. Ekki fylgir sögunni hvað þeir héldu, sem sáu sópförin í snjónum frá hjólinu, sem var komið á sinn stað, alla leið að skipshlið Óðins.


mbl.is Röktu sporin í snjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband