7.2.2012 | 18:07
Stjórn lífeyrissjóða
Það þarf engann að undra þótt Pétur Blöndal hafi ekki fengið frumvarp um breytingu á stjórn lífeyrissjóða samþykkt. Stjórnmálamenn, samtök atvinnurekenda og samtök verkalýðsrekenda hafa aldrei litið á lífeyrissjóðina sem eign þeirra sem inna af hendi skyldugreiðslur í sjóðina. Þeir hafa ekki heldur litið á framlag launagreiðanda sem hluta af launum launþegans . Allt tal þeirra um að lífeyrissjóðirnir eigi að tryggja launþegum sómasamlegar tekjur (eftir úreldingu) um sína ellidaga er aðeins sparital til nota þegar sækja þarf meira til launþegans.
Í fyrra sat ég félagsfund í stéttarfélagi þar sem formaðurinn situr í stjórn eins af stærri lífeyrissjóðum landsmanna. Einn fundarmanna varð svo orðhvatur í umræðum um önnur mál, að telja að sjóðfélagar ættu að fá að kjósa í stjórn lífeyrissjóðsins í stað fulltrúa atvinnurekenda í stjórninni. Formaður stéttarfélagsins brást ókvæða við þessari arfavitlausu tillögu því eins og hann sagði, þá væru fulltrúar atvinnurekenda betur menntaðir og mun klárari að stýra fjárfestingum sjóðanna en almennir félagar í því stéttarfélagi sem hér um ræðir.
Það sem er merkilegast er að stétt þeirra manna, sem þetta félag fylla, er oftast notuð í myndlíkingu þegar fjallað er um verkin sem leiðtogar þjóðarinnar vinna.
Þingmenn kolfelldu tillögu Péturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.