Hvað varð um göngugötuna?

Fyrir mörgum árum ákvað borgarstjóri að Austurstræti yrði göngugata. Svo varð hún bara stundum göngugata. Svo varð hún aftur bílagata. Á sú reynsla ekkert að kenna?

Sami borgarstjóri undirritaði fyrir mörgum árum samning um að "Reykjavík yrði fíkniefnalaus árið 2000". Aldrei hafa meiri fíkniefni verið í Reykjavíkurborg. Ekki er það þeim frv. borgarstjóra að kenna, en hvað var verið að undirrita?

Endilega höldum áfram draumnum með nýjum borgarstjóra  og gerum Laugaveginn, verslunargötu á 64 gráðum n.brd., sem mælist sem eitt mesta veðravíti jarðar, að göngugötu.


mbl.is Hluti Laugavegar verður göngugata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég man þegar ég var lítil stelpa og fór með mömmu í bæinn.  Leiðin lá niður í Austurstræti og við í skárri fötunum. Þar iðaði allt af fjörugu mannlífi.  Síðan var gatan gerð að göngugötu og einhver vísir varð að smámarkaði þar í smá tíma. En það er langt síðan.  Núna er þarna allt dautt. Ég vinn í miðbænum og á oft leið niður í Kvosina. Það má segja að flest fólk sem maður rekst á þarna fyrripart dags sé annað hvort rónar eða áttavilltir túristar.

Ég veit um eina góða göngugötu í Reykjavík fyrir utan Kringluna og það er Mjóddin.  Þar er svona úti/inni fílingur, fólk að selja eigin framleiðslu og ágætar búðir.  En að ætla að klúðra Laugaveginum þannig gengur ekki upp og ég veit að verslunarmenn þar eru ekki par sáttir við það.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 53515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband