Har eru varðskipin?

Þegar TF SIF stóð togara að ólöglegum veiðum, á þeim tímum sem íslendingar ráku Landhelgisgæslu, voru varðskip látin taka skipstjórana höndum og sigla skipum sínum til hafnar, til að svara til saka fyrir Íslenskum dómstólum.

Nú þegar auður þjóðarinnar er farinn til að greiða skuldir hégómans getur hún ekki sinnt varnar-, löggæslu- og brýnustu öryggismálum þjóðarinnar. Varðskipin eru farin úr landi til að sinna brýnum öryggismálum þjóða sem skilja mikilvægi þess.

Hvernig væri að banna gæsluflug til að veiðiþjófarnir verði "ósýnilegir". Þá væri "strútseðlið" fullkomnað.


mbl.is Staðnir að ólögmætum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...á meðan setjum við þrefalda þá upphæð, sem fer í landhelgisgæsluna í þjóðkirkjubatteríið. Er ekki eitthvað rangt við þessa mynd?

Annars er þetta bara verk Össurar, sem er að reyna að ganga í augun á ESB eins og vergjörn grúppía. Það þarf engin að segja mér að gæslan þurfi sjálf að fjármagna sig með því að vera fjarri ströndum landsins, meira og minna. Þetta er algerlega súrrealískt.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 22:55

2 Smámynd: Elle_

Hvílíkir hættulegir afglapar sem stjórna landinu.  Fyrst var Varnarmálastofnun lögð niður og nú fara varðskipin í trúflélag Jóhönnu og Össurar.  Og allir peningar úr ríkissjóði í sama trúfélag og ICESAVE, ef þau bara gætu pínt kúgunarsamning yfir okkur.  Við erum með helsjúka stjórn.

Elle_, 29.4.2011 kl. 23:17

3 identicon

Íslenskir sjómenn (íslensk útgerð) eru búnir að fjármagna starfsemi LHG undanfarin ár og þar af leiðandi nöturlegt að horfa uppá það að flaggskipið sé málað litum EU vegna loforða núverandi utanríkisráðherra sem framlags Íslands til EU. Við erum ekki komin inní EU og þar af leiðandi skil ég ekki alveg þennan málatilbúnað núverandi ríkisstjórnar Íslands að senda V/S Tý til f,,fiskveiðieftirlits í Miðjarðarhafi'' ! Við höfum fulla þörf fyrir okkar skip og flugvélar+þyrlur hér á heimamiðum. Skil ekki afhverju hagsmunasamtök sjómanna og útgerðar setja ekki hnefann í borðið! Það heyrist ekki einu sinni hósti frá mínum gamla vini Árna Bjarnasyni formanni stýrimanna og skipstjórnarmanna! Eru menn bara sofandi á vaktinni????

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 23:48

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hefði viljað vekja þá Höskuld Skarpéðinsson skipherra og Sæmund Ingólfson,vélstjóra,til andmæla.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2011 kl. 01:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og af því að þú ert gamall gæslukall, þá hefðirðu kannski gaman af þessu og þessu.  Kannski ertu löngu búinn að lesa þetta, en ég læt það þó bara flakka.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2011 kl. 02:06

6 identicon

við vitum öll hvar þau eru,össur er búinn að leigja þau nú geta allir farið og veitt það sem þeir vilja ein rella í lofti og hvað á að gera púff ekki neitt.

gisli (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 53475

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband