27.2.2011 | 21:12
Getur gosið?
Mynd: Vonandi þurfum við ekki að búa svona eftir gos.
Ég hef áður minnst á að árið 1990 var haldin stjórnsýsluæfing út frá ímynduðu eldgosi á sprungusveimnum NA af Kleifarvatni og Sveifluhálsi.
Í æfingunni tóku þátt ráðuneyti, sveitarstjórnir á SV landi, Orkuveiturnar á svæðinu, heilbrigðisstofnanir og Landsvirkjun svo einhverjir séu nefndir. Æfingin stóð í 10 daga.
Mikinn lærdóm mátti draga af æfingunni:
Sprungugos NA af Sveifluhálsi hefði ekki beina ógn fyrir mannslíf ef gossvæðinu, sem er óbyggt, væri lokað í tíma.
Þau íbúðahverfi sem hraun gæti ógnað væru auðrýmd í tíma.
Gera verður ráð fyrir að Vallahverfi í Hafnarfirði, spennuvirki á Hamraendum, Álverið í Straumsvík, háspennulínur til Suðurnesja og Álversins í Straumsvíkur rofnuðu. Þeim mætti þó hugsanlega bjarga með því að setja jarðvegskeilur um fætur mastranna, en hiti frá glóandi hrauni gæti hugsanlega slakað á línunum þannig að þær rofnuðu. Miðað við þunnfljótandi hraun mætti verja verðmæti með görðum í einhvern tíma en lengd goss myndi ráða miklu þar um.
Ef meirháttar sprunguhreyfingar (gliðnanir) ættu sér stað NA eftir sprungusveimnum (líkt og í Bjarnarflagi, í Kröflueldum 1975 til 1981, þar sem gliðnun varð 4 m.) væri vatnsbólum á höfuðborgarsvæðinu hætta búin með tilheyrandi vatnsskorti.
Sprungusveimurinn liggur frá Sveifluhálsi NA til Norðlingaholts, Rauðavatns og Grafarholts, t.a.m. undir hitaveitutönkunum þar. Geta grófar hreyfingar á honum valdið vatns-, hita- og orkuleysi á öllu höfuðborgarsvæðinu með óskaplegum afleiðingum fyrir fólk og efnahag.
Næði hraustraumur til sjávar verður samgöngurof við Suðurnes og trúlega þyrfti að setja upp ferjusiglingar frá Höfuðborgarsvæðinu til byggða á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvallar.
Yrðu eldsumbrot á Krísuvíkursvæðinu, sunnan Sveifluháls og Reykjanesfjallgarðsins ættu áhrifin á mannlíf að vera margfalt mildari, þótt öskufalls væri frekar að vænta þar sem kvika gæti þurft að ryðjast gegnum vatn.
Sennilega er samþjöppun fólks, atvinnulífs og efnahags á svo litlu svæði sem höfuðborgarsvæðið er ekki minni ógn ef til náttúruhamfara drægi á þessu svæði.
Annar stór skjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.