Háskastig

14-gos_flug_l.jpg

 Gullfalleg mynd frá Grímsvatnagosi 2005, felngin af www.photo.is

 

Við Íslendingar búum í landi "elds og ísa" og víst er að þessar höfuðskepnur stæltu og mótuðu fyrri kynslóðir þessa lands. Þekking, viska, athygli og alþýðuvísindi, sem fengin voru í arf frá gengnum kynslóðum, mann fram af manni, kenndu að aðeins getur sambýlið við eld, ís, jarðhræringar og stórviðri blessast, að borin væri virðing fyrir náttúrunni, kostum hennar og ógnum.

 Ísland er kostaland til búsetu og athafna ef virðingu fyrir höfuðskepnunum er viðhaldið. Andvaraleysi og sú hegðun að lifa aðeins fyrir líðandi stund misbýður hins vegar samskiptareglum við náttúruna og þá verður hættunni boðið heim.

 Ein af þeim náttúruógnum sem Íslendingar búa við eru eldgos undir jöklum landsins með tilheyrandi jökulhlaupum. Þeirra hamfara verður að taka tillit til ef lifa á í sátt og öryggi við náttúru landsins. Afleiðing gossins í Gjálp með tilheyrandi jökulhlaupi varð stórtjón á vegum og brúm yfir Skeiðarársand. Því ætti núverandi hlaup úr Grímsvötnum ekki að valda tjóni á þeim eftir styrkingu þá sem fylgdi endurbyggingunni.

 En hvað með Kötlu? Sigurður heitinn Þórarinsson jarðfræðingur sagði einu sinni að Kötlugos væru með „stórfenglegustu“ náttúruhamförum á jörðunni. Allavega eru minjarnar frá jökulhlaupi Kötlu frá 1918 s.s. sandhólarnir austan Víkur, sem heita „Höfðabrekkujökull“, Kötlutangi suðvestan við Hjörleifshöfða og risastór sandkeilan suður úr Hafursey þögul vitni um þau ósköp sem þá hafa gengið á. Erum við tilbúin þar?

 Hað með norðanverðan Vatnajökul. Farvegur Jökulsár á fjöllum og Ásbyrgi eru vörður á vegi fornara stórhlaupa til norðurs úr Vatnajökli. Erum við viðbúin þeim?

 Ísland er náttúruhamfaraland. Það sýna okkur svo ekki verður um villst eldgosið í Vestmannaeyjum 1973 með stórfelldu eigna‑ og efnahagstjóni fyrir allt þjóðlífið og 5400 mans heimilislaus í nokkra mánuði, snjóflóðin í Neskaupsstað 1974 þar sem 12 manns fórust og eignatjón varð gífurlegt, 11 eldgos í Mývatnssveit 1975‑1983 með eignatjóni upp á tugir milljóna, jarðskjálftar á Kópaskeri 1976 þar sem allir íbúarnir urðu að flýja illa löskuð og köld hús sín frá gjöreyðilögðu innbúi, snjóflóðin á Patreksfirði 1983 þar sem 4 mannslíf týndust og fleiri hús skemmdust og svo gífurleg snjóflóð í Súðavík og síðan á Flateyri 1995 með tortímingu 34 mannslífa og byggða að ógleymdum stórsköðum í 7 ofsaveðrum sem orðið hafa á sama tímbili. Allt þetta á aðeins 22 árum á 40 ára tímabili. Því ber okkur skilyrðislaust að takast á við varnir gegn náttúruhamförum og vera viðbúin á hverjum tíma að verjast og fyrirbyggja það tjón sem fyrirbyggja má í tíma. Við verðum að muna að á aðeins örfáum áratugum höfum við gjörbreytt atvinnuháttum, búsetu og lífsháttum í landinu án tillitis til þeirrar náttúru sem við búum við nema hvað varðar að nýta okkur auðlindir hennar. Þannig höfum við þjappað byggð saman í þorp og bæi án nokkurs áhættumats í landnýtingu og sótt auðlindir til fanga óháð "ís og eldi".

Verum ávalt viðbúin.


mbl.is Jarðskjálfti við Grímsfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir góða færslu.

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Allir íslendingar eru með innbyggt viðvörunnarkerfi sem er beintengt við náttúrunna og kallast draumar. Fólk á að taka mark á draumum sínum og leggja sig við að skrifa þá niður þegar er vaknað og ráða táknin. Í mínu tilfelli þá bjargaði draumur mannslífum ekki fyrir löngu síðan. Ef ég hefði ekki hlustað á drauminn þá hefðu nokkuð margir stórslasast og látið lífið í slysi sem mér tókst að afstýra eingöngu vegna upplýsinga sem ég fékk um nóttina

Jónas Jónasson, 2.11.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband