Beechcraftvélin TF AIS týnist út af Norðfirði.

Framhald af Wire Conquerer strandar:

beechcraft.jpg

Mynd fengin af www.beechcraftheritagemuseum.org

En ró næturinnar var skyndilega rofin þegar áríðandi skeyti barst frá höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar kl. 0325 þessa aðfararnótt miðvikudagsins 19. janúar. Beechcraft flugvélin TF AIS, sem var á leið til Norðfjarðar, frá Egilsstöðum eftir eldsneytistöku,  og átti að lenda kl. um 2200 var ekki komin fram, en síðast var haft samband við vélina kl. 2212. Var hún þá að lækka flugið yfir sjó, eftir að hafa flogið yfir radiovitann á Norðfirði, og taldi flugstjórinn að þeir sæju niður á sjóinn. Vélin hafði verið kölluð út til sjúkraflutnings og voru tveir menn um borð, flugstjóri og aðstoðarflugmaður. Dimm él gengu yfir Austfirði þetta kvöld og var þetta það síðasta sem heyrðist til vélarinnar. „Farið tafarlaust til leitar út af Norðfirði“ hljóðuðu fyrirmælin sem nú bárust um borð í Óðinn.

Enn fór allt á fullt. Akkerið var híft upp með hraði og vélarnar settar á ýtrustu ferð eftir að vinnsluhita var náð. Var stefnan sett áfram austur með Suð- Austurlandi og svo áfram norður með Austfjörðum. Óðinn rótaðist gegn vindi og sjó og ísing byrjaði að setjast á skipið fyrst í stað meðan særokið frussaðist yfir, en þegar líða tók að morgni lægði vind og sjó þannig að ísingin náði ekki að verða vandamál. Nú brá svo við hins vegar að snjókoma var orðin svo til sleitulaus og skyggni því lítið, þannig að treyst var á blindsiglingu eftir radar.

Óðinn kom á leitarsvæðið út af Norðfirði um kl. 1500 og hóf þá skipulagða leit að flugvélinni ásamt fleiri skipum, en leit þeirra var samræmd frá Óðni. Mikil snjókoma var búin að spilla færð á landi um alla Austfirði svo að Óðinn var líka notaður til að flytja björgunarsveitarmenn milli fjarða og á eyðistrendur til leitar á landi. Leið 19. janúar við stanslausan eril við leit og flutninga með björgunarsveitarmenn milli leitarsvæða. Leit úr lofti var útilokuð vegna snjókomunnar.

Framhald á morgun

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband