Við gefumst upp

537670a.jpg

Mynd af Tý, fengin af mbl.is.

Það er til góð saga um Mogens Glistrup, sem stofnaði Framfaraflokkinn í Danmörku, um stefnu hans í varnar- og öryggismálum. Almennt var þó gert grín að pólitískri sýn hans á framtíðina, en nýjustu fréttir sem berast vekja spurningar um hvort hann hafi e.t.v verið á undan sinni samtíð. Þegar hann var beðinn að gera grein fyrir stefnu sinni í varnar- og öryggismálum sagðist hann vilja spara með því að leggja herinn niður, loka varnarmálaráðuneytinu og stilla símanúmer þess í símaklefa á Strikinu þar sem fyrir væri komið símsvara. Ef hringt yrði í númer ráðuneytisins yrði svarað, "varnarmálaráðuneytið góðan dag. Við gefumst upp, vinsamlegast hafið samband við NATO ef frekari upplýsinga er óskað". Rökstuddi hann þessa skoðun sína með því að herinn gæti hvort sem er ekki neitt og að valtað yrði yfir hann á fyrstu mínútum stríðs.

 Nú hefur það gerst hér á landi að ríkisstjórnin í umboði alþingis hefur tekið upp uppgjafastefnu Glistrups með því að hætta órofinni landhelgisgæslu við landið. Ástæðan er að sú þjóð sem á fátæktarárum sínum hafði þann metnað til að bera að verja lögsögu sína í landhelginni hefur ekki efni á að verja hana á mestu velmegtardögum sínum. Alþingi hefur boðað að við eigum að gefast upp. Reyndar verður alþingi að njóta þess sannmælis að það ætlar ekki að stíga skrefið til fulls. Enn verður svarað í síma Landhelgisgæslunnar og skrifstofurekstrinum haldið með fullum dampi. Uppgjöfin nær eingöngu til landhelgisgæslu.

 

Pistlahöfundur varð þeirrar gæfu njótandi að starfa um 10 ára skeið við Landhelgisgæsluna, þegar hún var virk í vörn lögsögunnar og einn mikilvægasti hlekkurinn í öryggisgæslu á hafinu kringum landið og við strandbyggðir þess. Þá var nýbúið að ná áfangasigri í útfæslu landhelginnar í 12 mílur og mikil áhersla lögð á að  verja þann sigur.  Við stjórnsýsluna í landi starfaði forstjórinn, einn ritari, einn skipstjóri eða stýrimaður eftir atvikum, tveir loftskeytamenn, eftrilitsmaður og birgðaðvörður, samtals 7 menn. Til að verja landhelgiuna voru þá rekin 7 skip og tvær flugvélar, með fullum áhöfnum til að mæta fríum og öðrun frátöfum.

Sú þurrð sem nú er orðin í íslenskri landhelgisgæslu hefur víðtæk áhrif á sjálfstæði þjóðarinnar. Hún hefur nú þegar lamað möguleika okkar til að verja þá auðlind sem við börðumt fyrir í endurtekinum þorskastríðum. Íslendingar eru því  smám saman að tapa yfirráðum yfir landhelginni vegna skorts á skipum og flugvélum til að hafa eftirlit með henni og verja. Við erum sem sagt að missa þau tök á verndun landhelginnar sem við náðum úr höndum dana fyrir um 85 árum. Því vek ég athygli á þessu að við erum byrjuð á að biðja Dani að taka við aftur? E.t.v. væri það happadrýgst fyrir veslinga sem geta ekki séð um sig sjálf.


mbl.is Eitt varðskip við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2010

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 53515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband