Sorglegt

Þetta er sorglegt að lesa, ekki síður þar sem í dag fór fram útför Eyþórs Darra Róbertssonar.
mbl.is Þrír á slysadeild eftir kappakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímulaust

Hér sést grímulaust, ekki hið margumtalaða kjördæmapot heldur "persónupot".
mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndlíkingin

Gott hjá þér Páll Óskar.

Hef reyndar aldrei verið sammála þér eða þínum líkum. En nú tek ég ofan fyrir þér.

Þín orð í þessu viðtali sögðu meira en margir spekingar hafa böglað út úr sér. Orð þín skildi ég sem myndlíkingu óréttisins. Sumir virðast taka þau eins og „bókstafstrúarmenn“. Ég er sjálfur hvítur, strait karlmaður, hef biblíuna reyndar á náttborðinu, en ekki í hendinni og hef borið byssu í nafni þess réttlætis sem ég trúi á. Samt ber ég mikla virðingu fyrir þessum orðum þínum. Ég er sammála hverjum sem segir, að aðgát þarf við hvert við stefnum.


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Aulaexpress"

Undanfarið hefur verið mikið rætt um aulaskap, sem ég vil kalla svo, hjá Icelandexpress. Nú hef ég flogið nokkuð með þeim frá byrjun, ekki síður en Icelandair, því ég er sammála að samkeppni veitir ekki af. Sama gerði ég með Arnarflugi „sáluga“, sem trúlega var eitt besta flugfílag sem þjónað hefur íslendingum fyrr og síðar. Þessi samkeppni hefur leitt af sér m.a. að 30.000 kr. ommuletta með heitu rúnstykki er horfið af borðum farþega hjá Icelandair í Evrópuflugum og þeir hafa nú val um hvað þeir kaupa til að fá sér „í gogginn“.

Við hjónin flugum með Icelandexpress frá Schoenefeld við Berlin í fyrradag. Þýsk nákvæmni sýndi sig við innritunina sem byrjaði upp á mínútu 2 klst. fyrir áætlaða brottför, sem var áætluð kl. 1520. Eftir snarl í flugstöðinni fórum við og létum okkur líða vel í „Global Lounge“ og biðum eftir að „gate“ númerið birtist á skjánum. Um 1450 birtist á skjánum „gate“ númerið og samtímis því „Go to gate“. Lukum við því strax við hressingu sem við höfðum fengið okkur og héldum rakleiðis í hlið 08, sem auglýst var á skjánum. En viti menn, í þessari litlu flugstöð fylltu farþegar Icelandexpress þá þegar helming flugstöðvarinnar með biðröð, því hliðið var alls ekki opið þrátt fyrir auglýsngu um að hypja sig að því. Þarna stóðu nú vel á annað hundrað mans í biðröð sem var algjör óþarfi og út í bláinn. Það sem síðan kórónaði aulaskapinn var að þegar hliðið var opnað til að farþegar gætu farið um borð kom á skjáinn í flugstöðinni „end of boarding“. Tekið skal fram að við lentum í því á fyrstu dögum Icelandexpress í Kaupmannahöfn að „gatenúmer“ var ekki kynnt á brottfarartöflu fyrr en meldingin „last minut boarding“ kom samtímis númerinu.

Nú geri ég mér grein fyrir að þessar sögur af aulaskap Icelandexpress eru hjóm eitt frá því að skilja börn eftir vegalaus, senda farþega í gistingu með bláókunnugu fólki eftir klúður með heimflug og að týna nokkrum töskum, þótt blaðafulltrúa Icelandexpress þyki það smámál, samkvæmt viðtali í DV 5. ágúst. Í sama viðtali kennir hann um örum vexti félagsins, en áður hefur félagið kennt þjónustuaðilum á flugvöllunum um. Ef aulaskap sem þessum er vexti félagsins um að kenna er málið aðeins það að sníða vextinum stakk eftir getu. Ef þjónustuaðilum á flugvöllum er um að gera er að segja þeim upp. Mér sem kaupi þjónustu af Icelandexpress kemur ekki baun við hvernig viðskipti þeirra eru við Astraeus, fluvallarstarfsmenn á Keflavík, Kastrup eða Schoenefeld. Mín viðskipti eru við Icelandexpress og engann annan.


mbl.is Segir ekki satt um atvikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myljandi gróði?

Samkvæmt því tapi sem ferðaþjónustan á Hornafirði verður fyrir, við tveggja vikna rof á hringveginum, sem þó hamlar ekki nema hluta af þeirri umferð sem ella væri, er ljóst að ferðaþjónusta á Íslandi er myljandi tekjulind þegar allt gengur án afskipta náttúrunnar.

 


mbl.is Tap ferðaþjónustunnar verulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moldríkir gestir.

Það er alveg klárt að þetta er vísbending um að "kreppan" er búin. Fólk sem hefur efni á að skilja verðmæti eftir upp á tugir þúsunda er moldríkt.
mbl.is Mikið af óskilamunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um göngugötuna?

Fyrir mörgum árum ákvað borgarstjóri að Austurstræti yrði göngugata. Svo varð hún bara stundum göngugata. Svo varð hún aftur bílagata. Á sú reynsla ekkert að kenna?

Sami borgarstjóri undirritaði fyrir mörgum árum samning um að "Reykjavík yrði fíkniefnalaus árið 2000". Aldrei hafa meiri fíkniefni verið í Reykjavíkurborg. Ekki er það þeim frv. borgarstjóra að kenna, en hvað var verið að undirrita?

Endilega höldum áfram draumnum með nýjum borgarstjóra  og gerum Laugaveginn, verslunargötu á 64 gráðum n.brd., sem mælist sem eitt mesta veðravíti jarðar, að göngugötu.


mbl.is Hluti Laugavegar verður göngugata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsdagurinn 21. maí

220px-geo_globe.jpg

Myndin er góðfúslega fengin af Wikipedia.

Stöð 2 hefur birt auglýsingar um að dómsdagur verði 21. maí 2011. Sumir óttast slíkt og því ætla ég að segja ykkur hvernig þið getið „hoppað yfir“ 21. maí. Þið þurfið að koma ykkur á 179ᴼ 59´ 59´´ vestur lengd þann 20. maí. Nákvælega kl. 2400 á miðnætti skuluð þið hoppa til vesturs og yfir á 179ᴼ 59´ 59´´ austur lengd. Þá eruð þið komin í 22. maí. Þegar 20. maí var að ljúka þar sem þið stóðuð á v.lgd. var 21. maí líka að ljúka á a.lgd., sem var rétt fyrir vestan ykkur.

Auðveldast væri að gera þetta næst pólunum. Þá er svo stutt á milli þessara tveggja lengda á jörðinni að með því að hoppa upp í loftið og til hliðar er hægt að vera í loftinu meðan 21. maí rennur framhjá. Einu skrefi sunnan við Norðurpólinn snúið þið rassinum í pólinn og þegar minætti er komið 20. maí hoppið  þið eitt skref til hægri inn í byrjunina á 22. maí. Við Suðurpólinn væri hins vegar hoppað til vinstri.

En til að gera grínið í alvörunni sem best er ráðlegast að standa beint ofan á öðrum hvorum pólnum og velja sér dag til að ganga inní í fyllingu tímans.

Mín ráð eru þó þau að þið látið ykkur bara líða vel þá 24 tíma sem 21. maí rennur framhjá því allur er tíminn afstæður.

Þessar pælingar hafa hins vegar ekkert að gera með dómsdag hvers og eins, enda ekki dagsettur á tímatali manna.


Harpan við Ingólfsgarð

Til hamingju Harpa.

Opnunardagskráin var frábær, eðlilega misjafn flutningur miðað við smekk. Í huga minn kom að mikið hefði ég viljað að hinn frábæri tónlistarfrömunður Íslands INGÓLFUR GUÐBRANDSSON hefði fengið að lifa þessa stund og njóta. Blessuð sé minning míns gamla söngkennara, sem stjórnaði morgunsöngnum í Laugarnesskóla á 5. áratugnum

Látið því heimilisfang Hörpunnar verða "HARPAN V/INGÓLFSGARÐ, 101 REYKJAVÍK, með greini.


mbl.is Harpa tekin formlega í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband