3.11.2009 | 23:09
Óður til Hornstranda
Í minnisbók frá varðskipinu Þór, frá árinu 1963, rakst ég á eftirfarandi vísur eftir Bjarna Ó. Helgason þá yfirstýrimann, sem hann kallar "Óður til Hornstranda".
Óbyggðar víkur, vogar og sker,
veiðilönd afbragðs góðu.
Selur í fjöru, safarík ber,
silungur vakir í móðu.
Kveður í eyrum kvak og garg,
kvikan fellur að sandi.
Fiskur á öngli og fugl við bjarg,
fegurðin óþrjótandi.
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar kemst maður í skipsdagbækur? Ég var nefnilega eitt sumar á Öskjunni frá Reykjavík og tvö sumur á Ísborginni sem var gamall síðutogari sem var breytt í fraktskip.
Ég gæti þá ef til vill kortlagt allar hafnir sem ég fór og tímasett. En ég átti þess kost að fara ótrúlega víða. Á Evrópuhafnir niður í Miðjarðahaf. Til Rússlands o.s.frv.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.