Förum aftur heim.

Margret drottning Hennar Hátign Margrét Danadrottning

Nú er svo komið að við getum ekki sjálf endurskoðað og breytt upprunalegri danskri stjórnarskrá Íslands þrátt fyrir 65 ára tilraunastarf til sjálfstæðis.

Ekki nóg með það heldur leitum við logandi ljósi að nýjum gjaldmiðli til að taka við af krónu sem okkur tókst að gera handónýta undir eigin efnahagsstjórn.

Því spyr ég, er ekki kominn tími til að senda bænarskjal til hennar hátignar Margétar Þórhildar Danadrottningar og biðja hana um að taka við okkur aftur, þótt við hefðum hlaupist á brott fyrir 65 árum og fyrirgefa okkur þessa misheppnuðu tilraun til sjálfstæðis?

Með vísun til dæmisögunnar um "týnda soninn" tel ég víst að tekið yrði fagnandi við okkur og dýrð ESB myndi blasa við sem og dönsk króna ef við óskuðum.


mbl.is Slegið á sáttahendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðjón.

Ég er ekki svo viss um að Danir hefðu nokkurn áhuga á því að taka við okkur aftur. Ég held að íslendingar séu frekar illa þokkaðir í Danaveldi nú um stundir. Íslendingar hafa í reynd aldrei verið hátt skrifaðir í ríki Margrétar Þórhildar. Það hefur ekkert breyst og ekki hefur útrásin og útrásarvíkingarnir bætt orðspor oss.

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 53406

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband