Það þykir frétt.

 Það þykir hin merkileg frétt að Björgúlfur Thor segist ætla að borga skuld sína. Það þykir hins vegar engin frétt að ég er mánaðarlega að greiða afborganir af minni skuld við íbúðalánasjóð. Hún er ekki stór þótt hún hafi tvöfaldast m.a. fyrir væntingatilstilli Björgúlfs líkra, sem var fölsk.

Nú verður að segjast að ég er frjálshyggumaður sem fór snarlega í afturbata eftir að hafa hlustað á Geir H. Haarde þegar hann tók við forystu í Sjáfstæðisflokknum. Þá fór ég niður í Valhöll til að hlusta á hann flytja ræðu, ég er nefnilega flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Hann sagði í ræðunni að við værum rík þjóð og ættum miklar eignir erlendis (svaka montinn). En bætti svo við í lágum hljóðum "en við skuldum reyndar miklu meira". Hér fór mín hagfræði í rúst þegar hann sagði að við ættum það sem við skulduðum. Nú veit ég af þeirri umræðu sem fer fram að  aumingja Geir H. Haarde var ekki einn á flæðiskeri staddur þegar þeir sem skulda segjast eiga skuldirnar og telja sig því ríka.

Nú er hins vegar haft eftir skuldaranum í sömu frétt að hann sé i viðræðum við ríkið  (mig) um greiðslu skuldarinnar. Ég er mjög þakklátur fyrir það og vona í lengstu lög að hann þessi auðugi maður klárir sig af dæminu svo að ég þurfi ekki að borga meira af hans skuldum en orðið er. Nóg er nú samt að þurfa að borga skuldir sem maður hefur aldrei stofnað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband