163. Meðfram hinni einu sönnu Rivieru

Vor 2008 094 Monaco séð frá sjó, sjáið lognið. 

Eins og sagði í síðasta pistli fórum við framhjá d´ Antibes höfðanum kl. 0930, eftir að við fórum framhjá Lérins eyjunum sunnan við Cannes. Megin eyjarnar eru tvær Ste-Marguérite og St-Honorat, hvor fyrir sig mjög frægar fyrir sína sögu þótt hún verði ekki tíunduð hér. Fórum við yfir lítinn flóa sem heitir Juan og er ekki farið inn í hann nema maður eigi erindi í aðra hvora af þeim tveim höfnum sem þar eru því flóinn er mjög óhreinn og því varasamur til siglinga. Antibes höfðinn er sunnan við samnefnda borg sem er talin ein sú elsta á Rivierunni, en Pablo Picasso dvaldist þar fyrst eftir stríð. Yfir stríðsárin dvalist hann í Paris, en strax og stríðinu lauk var hann ólmur í að komast aftur til Miðharðarhafsstrandar Frakklands þar sem hann undi sér best. En í kjölfar stríðsins var hörgull á öllu í Frakklandi s.s. húsnæði og efnivið til listsköpunar. Vegna þessarar vesaldar Picassos bauð forstjóri Antibes safnsins, sem er í Grimaldi Kastala, Picasso vinnuaðstöðu í Kastalanum, ásamt því að styrkja hann til efniskaupa. Þarna blómstraði Picasso í list sinni sem og í ástarlífi því 65 ára bjó hann með 20 ára fyrirsætu Fracoise að nafni. Hún yfirgaf hann reyndar 1953 með þeim nöturlegu orðum að hún vildi ekki vera gift "sögulegu minnismerki" (historical monument). Þegar Picasso loks flutti frá Antibes til Vallauris varð mikill hluti þeirra listaverka sem hann skapaði þar eftir í Antibes og eru þau til sýnis í safninu. En við stoppuðum ekki þarna heldur var stefnunni haldið meðfram Rivierunni, Nice, Monaco og til San Remo á Ítalíu. Við stefndum á að vera komin til Genoa ekki seinna en 18. maí, til að taka við Ragnhildi og Hjálmari, auk þess sem legugjöld eru í hæstu hæðum á þessum stöðum.

Það var margt um glæsilega staði að sjá á þessari siglingaleið enda ein frægasta strandlengja í heimi. Miðja vegu milli Cannes og Monaco fórum við framhjá ármynni Var, sem ég minnist á í síðasta pistli, og þar tekur hin eiginlega Rivera við. Nafnið Franska Rivieran hefur svo mikinn frægðarljóma yfir sér að segja má að það sé misnotkunn að kalla alla strandlengjuna milli Marseille og La Spezia á Ítalíu, eins og nú vill bregða við. Hið eiginlega nafn Riviera merkir "ströndin í skjóli Alpafjalla, og byrjar ekki að vestan fyrr en sunnan við Alpana í Frakklandi og nær austur að Menton í Ítalíu þar sem Alparnir skýla ströndinni fyrir norðan næðingi. Ferðaskrifstofur eru hins vegar farnar að nota orðið Riviera ótæpilega í auglýsingum og kalla aðrar strandlengjur t.d. í Bretlandi "the British Riviera", sem er auðvitað tóm tjara. Maðurinn sem gerði Rivieruna að því aðdráttarafli sem hún nú er, hét Tobias Smallet og kom hann Rivierunni og því milda loftslagi sem þar er allt árið um kring, á framfæri sem ferðamannastað árið 1763. Hefur strandlengjan haldið frægð sinni allar götur síðan.

Landamæri Italíu voru, eins og sagt er frá í síðasta pistli, vestur við ánna Var sem rennur rétt vestan við Nice alveg fram til seinni hluta 19. aldar. Var Monaco t.d. álitin meira Ítölsk en Frönsk og þar var Ítalska Líran gjaldgeng til jafns við Franska Frankann allar götur fram að því að Evran tók við. Sumir segja að svæðið milli Nice og Menton sé í raun blendingur af Frakklandi og Ítalíu.

Eins og með Côte d´Azur ströndina er allstaðar hægt að stoppa meðfram Rivierunni því skemmtibátahafnir eru mjög þétt með allri ströndinni, en þær eru dýrar eins og áður sagði. Á sumrin eru meginvindar yfirleitt af austri til suðausturs og getur farið yfir hádeginn í 4-5 vindstig. En yfirleitt dettur allur vindur niður seinnipart dags og er lygnt fram til hádegis.

Það var glæsilegt að sigla framhjá Monaco um hádegið 14 maí s.l. og vorum við sérlega heppin með veður, skafheiður himinn, hlýtt og blæjalogn. Þegar við fórum framhjá Menton fórum við yfir lögsögumörkin milli Frakklands og Ítalíu og framundan var fyrsta höfn í nýju landi San Remo, sem sagt verður frá í næsta pistli.

Vor 2008 100 Ítalski kurteisisfáninn kominn við hún þegar farið er yfir lögsögumörkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband