153. La Ciotat

Vor 2008 052 Sjúkrabíllinn í La Ciotat, búnir að opna hliðið 

Eins og ég skrifaði í næst síðasta pistli þá byrjar maður á að sigla framhjá slippum og skipasmíðastöðvum þegar komið er inn í höfnina í La Ciotat. Bærinn var hér áður fyrr að gera sig gildan á flutningaskipamarkaði en sú framtíðarsýn breyttist í raun á einni nóttu þegar Monaco Marine skipasmíðastöðin, sem er staðsett þarna var fengin til að byggja og útbúa árið 1995 nýhannaða 80 feta skútu fyrir Grand Mistral siglingakeppnina unhverfis jörðina. Þar með var ný framtíð ráðin í atvinnulífi bæjarins, byggingar, viðhald og viðgerðir á snekkjum af öllum stærðum þ.m.t. "Super Yachts".

Bærinn, sem á svipaða þróunarsögu og Marseilla þótt ekki hafi hann vaxið eins, er byggður í brattri hlíð umhverfis vík sem myndar höfnina og liggur hann svo norður yfir hæð nokkra og svo meðfram ströndinni til norðurs. Íbúar eru 32.000. Þarna var komið það landslag sem einkennt hefur þá bæi og borgir sem við höfum heimsótt í Frakklandi og Ítalíu eftir þetta, þ.e.a.s. brattar götur og þröngar víðast og sumstaðar breytast göturnar í tröppur vegna brattans.

Laugardaginn 3 maí fórum við snemma af stað með fulla "hjólatík" af þvotti og örkuðum sem leið lá upp í þvottahús og fór megnið af morgninum í stórþvottinn. Eftir að við vorum búin að ganga frá honum um borð, skipta á rúmum og raða í hillur var komið að því að fá sér meiri göngur um La Ciotat og skoða bæinn betur. Eyddum við deginum við slíkt ráp og urðum vitni að skondnu atviki. Við vorum sest við útiveitingahús efst við aðal göngugötu verslunarhverfisins, en rétt ofan við okkur var grindverk yfir götuna sem lokaði henni fyrir bílaumferð. Hlið er á grindverkinu til að koma öryygisbifreiðum s.s slökkviliði inn í götuna. Þar sem við sitjum nú þarna upphefst sírenuvæl mikið sem nálgast óðfluga og svo sést sjúkrabíll koma upp götuna handan við hliðið með bláum blikkandi ljósum. Þegar bíllinn kemur að hliðinu var stoppað og út kemur "paramedicinn" og nær í verkfæratösku sem var í hólf á hlið bílsins. Gekk hann síðan að hliðinu og fór að losa tvo eða þrjá bolta sem héldu því lokuðu og tók það drjúgan tíma. Varð mér að orði við frú Lilju að sjúklingurinn gæti verið löngu dauður áður en þeir næðu til hans með þessu vafstri. Þegar sjúkrabíllinn komst loks í gegn hélt hann för sinni áfram niður göngugötuna og virtist eitthvað hafa komið fyrir þar því nokkur mannsöfnuður safnaðist þar saman að fyljgast með. Annars vakti þessi atburður athygli mina á að á stórum svæðum í þessum gömlu bæjum eru göturnar svo þröngar að þar fer enginn bíll um þannig að öryggismál vegna slysa og eldsvoða hljóta vera all flókin þarna, en eftir því sem maður hefur kynnst er þessi mál almennt í mjög góðu lagi hjá þessum þjóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 53657

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband