18.10.2008 | 22:42
152. Stóržvottur, stigiš ķ betlibauk og leitaš aš landgang, allt ķ Ciotat.
Viš lįgum ķ Ciotat fram į sunnudag 4. maķ, en žį fórum viš til Miramar eftir aš hafa veriš vķsaš į braut ķ annari höfn į Rivierunni. Ķ Ciotat var frś Lilja Ben hins vegar oršin grimm og krafšist aš žveginn yrši stóržvottur. Žegar frś Lilja er grimm žį hlżšir mašur. Viš höfšum ekki komist ķ žvottavélar frį žvķ aš viš lögšum ķ hann 18. aprķl svo fariš var aš žrengjast um föt til skiptanna og žaš lķšur frś Lilja Ben ekki. Varš žvķ aš vinda brįšan bug aš žvķ aš finna "Lavamatic" ž.e. almenningsžvottahśs žar sem hęgt er aš komast ķ žvottavélar og žurrkara.
Viš byrjušum daginn į kynnsferš um bęinn, en žaš er undantekningalaust fyrsta skrefiš hjį siglurum. Žaš veršur aš nį įttum ķ byggš sem į sjó. Žvķ var rölt umhverfis höfnina og skošašur allur sį fjölda veitingastaša sem er mešfram öllum hafnarbakkanum, žar sem boršin bókstaflega flęša śt į gangstéttirnar. Eftir žaš rölt og hįdegishressingu į einu veitingahśsanna fórum viš um borš og sķšan upp į skrifstofu og spuršum um tvennt, stórmarkaš og žvottahśs og var mér sagt hvar mętti finna žaš. Įkvįšum viš ķ kjölfariš aš fara ķ annan könnunarleišangur og finna "supermarkašinn" og versla inn ķ matinn og finna žvottahśsiš til aš nota daginn eftir, laugardag, sem er jś gamli žvottadagur fjölsyldna frį žvķ aš viš vorum aš alast upp. Okkur var bent į aš labba inn meš höfninni u.ž.b. aš mišju og fara žar upp brekku sem liggur ķ sveig upp ķ ašal verslunargötur bęjarins og žį myndum viš finna markaši fyrir matvörur sem nįnar var śtlistaš fyrir okkur hvar vęru. Einnig var okkur sagt aš viš myndum finna žvottahśs ķ hlišargötu frį ašal verslunargötunni. Var nś lagt af staš til aš finna hvorutveggja en žaš veršur aš segjast aš ef undirritašur Gušjón Petersen į aš finna eitthvaš ķ borgum žį hverfa augun frį žvķ sem er fęti nęst og hvarfla um hśsveggi, skilti, garša, styttur, fólk og allt žaš sem getur gefiš vķsbendingu um hvort hann sé kaldur, volgur eša heitur gagnvart žvķ sem leitaš er aš. Žannig varš okkar gönguferš nś og eftir aš viš vorum bśin aš finna matarmarkaš og kaupa inn įręddi frś Lilja loksins aš segja viš mig "Gušjón žś glįptir svo mikiš upp um allar trissur aš žś gekkst ofan ķ betliskįl hjį betlaranum sem var hér nešar ķ götunni og peningarnir hans fóru śt um allt". Ég verš aš segja aš žetta žótti mér leitt og įkvaš aš žegar viš kęmum nišur brekkuna aftur ętlaši ég aš lįt hann sjį aš ég išrašist og gefa honum svolķtiš rausnarlega ķ baukinn. En fyrst varš aš aš finna žvottahśsiš og tókst žaš meš žvķ aš skima upp um alla veggi og inn ķ žrengstu götur. Įkvįšum viš aš daginn eftir skyldi haldinn stóržvottadagur og var stašiš viš žaš. Žaš eina sem skyggši į įnęgju eftir góšan dag var aš žegar viš gengum til baka var betlarinn farinn žannig aš ég gat ekki bętt fyrir ónotin ķ sįlinni eftir aš hafa aukiš betlaranum vesöld sķna.
Mišjaršarhafiš kom meš annaš vandamįl sem taka žurfti į. Žegar lagst er viš morringar viš bryggjur sem eru fastar, ekki flotbryggjur, er nokkuš hįtt frį dekki og upp į bryggjur. Žvķ kom sś skošun upp hjį okkur aš gera eitthvaš ķ mįlinu t.d. aš fį okkur landgang eša stiga til aš aušvelda ferilgang aš bįtnum. Fórum viš žvķ ķ göngu śt aš hinum tveim skemmtibįtahöfnunum sem voru noršur meš bęnum eins og talaš var um ķ sķšasta pistli til aš athuga meš svoleišs gręjur en komumst aš žvķ aš landgangur eša stigi sem gengi vęri svo dżr aš viš vęrum ekki tilbśin ķ žaš strax. Rétt er žó aš geta aš landgangur er nś kominn en žaš er önnur saga.
Nęsti pistill veršur lķka um La Ciotat žvķ žessi bęr į žaš skiliš aš fjallaš sé meira um hann.
Um bloggiš
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (28.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.