147. Um Miðjarðarhaf í blíðu og ólgusjó.

Haust 2008 052 Sigling undan Caprí 

Ég hef ekki skrifað á þessa bloggsíðu nú um nokkurn tíma því við höfum helgað síðustu mánuði siglingum og verið í litlu sem engu netsambandi fyrir vikið. Það er t.d. mjög merkilegt að það er svo til ekkert lagt upp úr netsamböndum í skemmtibátahöfnum við Miðjarðarhafið.

Frá síðustu færslu erum við búin að sigla mikið, úr Rhone fljótinu og inn í Miðjarðarhafið, austur eftir Rivierunni, fyrst þeirri Frönsku og síðan þeirri Ítölsku og svo suður með vesturströnd Ítalíu. Enduðum við siglinguna nú í haust í Scilla, litlum bæ við mynni Messinasundsins, milli meginlands Ítalíu og Sicileyjar. Í Scilla kynntumst við frábærri konu, Ástu Sirrý Guðjónsdóttur og manni hennar sem er Ítalskur og rekur höfnina í Scilla ásamt bræðrum sínum. Einnig kynntumst við foreldrum Ástu sem voru stödd í heimsókn, þeim Guðjóni og Hildi, fótboltamanninum Emil Hallfreðssyni og kærustu hans Ásu. Ég þori ekki að skrifa nafn eiginmans Ástu af hættu á að stafsetja nafnið rangt.

Þar sem nú er að koma vetur ætti að vinnast tími til að skrifa ferða- og siglingasögu ársins, enda er MY LILJA BEN komin í vetrarlegu í geymslusvæði á landi, í Reggio, næsta bæ sunnan við Scilla, en Emil spilar í liði Reggio. Þetta er búið að vera eitt allsherjar ævintýri með óteljandi uppákomum. Við vorum að mestu leiti í yndislegu Miðjarðarhafsveðri, sumri, sól og blíðu en lentum þó í óvæntum illviðrum og sjógangi. Við áttum skemmtileg samskipti við annað bátafólk, alvarleg bilun kom upp, við vorum rænd einu sinni og lentum í litlu mafíusvindli í annað skipti. Samtals sjö gestir voru með okkur lengri eða skemmri tíma og lögðu gestir í einum siglingaleggnum meira að segja á flótta frá okkur. Framar öllu voru þó ferðirnar yndislegar um mörg af fegurstu svæðum sem augum má líta, þar sem saga og merkileg menning er við hvert "strandmál". En nánar ætlum við að segja frá því eftir því sem sögunni vindur fram og munum við byrja pistlana frá því þar sem frá var horfið í síðasta pistli, Avignon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband