141. Aftur ķ Lyon og nś siglandi.

800px-LyonFeteDeLumiere  Litbrigši ljósahįtķšar ķ Lyon.

Žaš var ekki laust viš aš viš vęrum dösuš eftir komuna til Lyon enda bśinn aš vera langur og viš buršarrķkur dagur. Ekki vildum viš žó lįta kvöldiš fara framhjį okkur įn žess aš kķkja ķ bęinn og fį okkur kvöldverš, auk žess sem viš žurftum aš finna kjörbśš til aš versla inn. Var žvķ drifiš ķ aš snyrta sig svolķtiš og hafa fataskipti eftir siglinguna og rįšist til landgöngu. Žannig hįttar til viš Quai Rambaud aš žar eru gömul skrifstofu- og išnašarhśs sem veriš er aš rķfa og er mikil uppbygging į nżtķsku įl- og glerhöllum ķ gangi į svęšinu sem samkvęmt myndum og teikningum gerir žetta aš mikilvęgu višskiptahverfi, gangi villtir draumar fjįrfesta eftir. Vegna framkvęmdanna fórum viš villur vega til aš byrja meš į leiš okkar ķ bęinn en fundum aš lokum stystu leišina og var žį fljótt komiš ķ nįlęga kjörbśš žar sem viš byrjušum į aš versla inn og draga svo ašföngin um borš.

Žį var rįšist til uppgöngu aftur og enn lį leišin upp meš nżbyggingarsvęšinu eftir götu sem heitir Rue Bichat og upp į ašalgötuna Cours Charlemagne sem liggur upp aš annari af ašaljįrnbrautarstöšvunum ķ Lyon, sem er sunnarlega ķ mišborginni. Į gatnamótum Rue Bichat og Cours Charlemagne eru umferšarljós auk stoppistöšvar fyrir strętó og žó nokkur umferš. Žegar viš komum žarna nśna var oršin sś breyting frį fyrri ferš aš į horniš voru komnar strķšsmįlašar konur į minipilsum og ķ netsokkum, sem skimušu frįnum augum inn ķ bķlana, sem stoppušu į raušu ljósi og į žį karlmenn sem gengu hjį. Žaš var nefnilega komiš kvöld og greišastślkurnar męttar til žjónustu viš streituhlašna skrifsofu- og businesskarla sem żmist įttu leiš um eša geršu sér leiš um af įsettu rįši. Ķ raun lķta stślkurnar fyrir aš vera žręlklįrar ķ markašssetningu og višskiptum. Žęr auglżsa meš klęšnaši sem sżnir og felur ķ réttum hlutföllum, kynna vöruna fyrir vęntanlegum višskiptavini įn orša, en meš lįtbragši augna, vara, tungu og handa og ganga sķšan til samninga lįgum nótum og ķ trśnaši, žar sem gengiš er frį kröfum um magn og gęši žeirrar vöru sem ķ boši er og gjald sem greiša į fyrir.

Žar sem undirritašur var umvafinn tveim konum, frś Lilju og Huldu systir, žegar viš gengum žarna var ég ekki virtur višlits į žessu markašstorgi blķšunnar. Bauš ég žvķ frśnum, ef žęr vildu kynna sér žetta višskiptamodel frekar aš ég skyldi ganga um 100 m. į undan žeim žegar viš fęrum aftur um borš og kynna mér frekar vöruframbošiš og žaš verš sem sett er upp af seljanda, en žaš var alls ekki žegiš.

Žrįtt fyrir aš fariš vęri aš kólna ašeins meš kvöldinu og aš gengi į meš skśrum gengum viš upp alla Cours Charlemanne og ķ gegnum jįrnbrautarstöšina, en žį er komiš aš nokkuš stóru torgi. Sķšan fundum viš okkur góšan veitingastaš nęrri jįrnbrautarstöšinni og snęddum žar įgętis kvöldverš įšur en viš tókum okkur leigubķl um borš og tókum į okkur nįšir.

Hann var fallegur žrišjudagsmorguninn 22. aprķl žegar viš bjuggumst til aš fara ķ land ķ Lyon og skoša okkur um. Sólin skein og vorhiti var ķ lofti. Viš fórum ķ land um 10 leytiš og gengum sem leiš liggur upp Cours Charlemagne og ķ gegnum Perrache jįrnbrautarstöšin. Žašan héldum viš įfran upp Rue Henry IV og inn į Ampére Victor Huge torgiš, žar sem hęgt er aš taka opna śtsżnisvagna til skošunarferša og fórum ķ nęsta vagn. Skošunarferšinni er ég bśinn aš lżsa ķ pistli 131, frį žvķ aš viš vorum žar s.l. haust, en nś fórum viš śt og skošušum sérstaklega Notre-Dam de Fourveire sem var byggš fyrir einkafjįrmagn į įrunum 1872 til 1896 og ķ raun ekki klįruš endanlega aš innan fyrr en 1964. Mikiš og fallegt mannvirki meš tveim capellum, kirkjuskipiš sjįlft og svo sérstök capella undir kirkjuskipinu. Eftir skošun į dómkirkjunni fórum viš aftur ķ nęsta vagn og héldum meš honum nišur į rįšhśstorgiš "Hotel de Ville" og gengum sķšan nišur allt breišstrętiš Rue du President Edouard Henriot sem er ašalverslunargata Lyon. Aušvitaš var kķkt ķ bśšir, snęddur hįdegisveršur og fengiš sér hressingu į leišinni, enda héldum viš svo göngunni įfram alla leiš um borš og komum žangaš undir kvöld en įnęgš eftir góšan dag.

Lyon er merkilegri borg en margur heldur žvķ auk žess aš vera sérstaklega falleg borg žį hżsir hśn höfušstöšvar kažólsku kirkjunnar ķ Frakklandi og Interpol, žekkt fyrir aš vera en mikilvęgasta tķskuborg heimsins og fręg fyrir sinn silkivefnaš.

Ķ Lyon er haldin ljósahįtiš 8. desember įr hvert og hefur veriš gert frį 1643 žegar borgarrįšiš hét į Marķu Mey aš ef hśn verndaši borgina fyrir svartadauša myndu ljós verša tendruš henni til dżršar. Borgin slapp, svartidauši heimsótti hana ekki og žvķ kveikja borgarbśar ljós og raša ķ alla glugga 8. desember, auk žess sem nś til dags er beitt nżtķsku ljósatękni til aš mynda hin fegurstu ljósfyrirbrigši į žessari hįtķš.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2024
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nżjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband