8.4.2008 | 22:42
Óðinn
Ég hef ekki skrifað lengi á þessa síðu, enda farinn að skipta mér af svo mörgu að ég hef ímyndað mér að ég hafi ekki haft tíma. Sennilega sjálfslygi.
Nú, það er ekki miklu við að bæta frá ferð minni til Azoreyja 1997, þar sem ég hef greint ykkur frá vinnu minni þar við gagnasöfnun vegna endurskoðunar á neyðaráætlun þeirra.
Hins vegar er varðskipið Óðinn kominn til Sjóminjasafnsins í Víkinni (Reykjavík) og erum við nokkrir fyrrverandi skipverjar farnir að vinna með safninu við að koma honum í horf sem "sýningargrip". Þeir sem helst hafa verið með mér um borð í því brasi eru Pálmi Hlöðversson fyrrv. stýrimaður og skipherra, Sæmundur Ingólfsson fyrrv. yfirvélstjóri og Tryggvi Bjarnason, fyrrv. bátsmaður og stýrimaður. Höfum við Pálmi tekið brú, kortaklefa og fallbyssu í fóstur, Sæmundur hefur verið að vinna vélakerfinu til góða og Tryggvi verið iðinn við að berjast við ryð á afturdekkinu. Rétt er að geta þess að stofnuð voru "Hollvinasamtök Óðins", sem í eru margt fólk sem leggur hönd á plóg þótt ekki sé það talið upp hér.
Ástæðan fyrir því að ég blogga um þetta sérstaklega er sú að þetta lýsir einni af þeim dellum sem ég fæ og hef gaman af. Ég átti þess kost að sigla á þessu góða skipi mörgum sinnum á 7. áratugnum, á fyrstu árum þess í þjónustu Landhelgisgæslunnar, sem 3., 2. og yfirstýrimaður. Því þykir mér vænt um skipið og finst gaman af að fá að gera því það litla til góða sem ég get. Við Pálmi erum búnir að rífa skotbúnað fallbyssunnar í spað til að hreinsa hann upp, ryðhreinsa hana og grunnmála og vonast ég til við verðum búnir að fullmála hana áður en við frú Lilja förum út að sigla á okkar skipi. Einnig höfum við Pálmi verið að leita að siglingatækjum frá fyrri tíð sem stuðst var við, við siglingar þess tíma sem Óðinn kom nýr, og einnig tæki sem sýna þá þrónarsögu siglingatækninnar sem orðið hefur á þessum tíma. Er hugmyndin að koma þeim fyrir í brú skipsins og kortaklefa. Það er gott að hafa skemmtilegar dellur þegar komið er á eftirlaun, enda er stutt í taugina í mér til siglinga og sjómensku.
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.