133. Vetrarlega notuð til viðhalds

070506 054 Hvar er LILJA BEN á þessari mynd? 

Þeir í geymsluhöfninni í Saint Jean De Losne ákváðu að taka MY LILJU BEN upp til að gera hana örugglega frostfría. Ástæðan er að þarna er ferskt vatn sem drifin liggja í þannig að kælivatnið í þeim getur frosið, en höfnina leggur á vetrum, nú síðast í desember með 5 cm. þykkum ís. Stendur LB því á búkkum uppi á túni hjá höfninni.

Best er að nota vetrarlegurnar til að sinna ýmsu eftirliti og fyrirbyggjandi viðhaldi. Bað ég því verkstæðið í H2O að gera við rispur sem við fengum á bakb. hliðina í einni slússunni, yfirfara lensidælur, en dælan í vélarúminu var hálf losaraleg. Einnig bað ég þá að athuga olíu á gírum vélanna og drifum, og bæta á ef vantar. Þá er meiningin að loka einu sjóinntaki sem er í botninum og er hugsað fyrir spúlun, en við notum það ekkert. Auk þess ætlum við að skipta um dekkefni (gólfefni) inni í bátnum, en nú eru teppi á þeim. Ætlum við að fá þá til að leggja plastparket á gólfin, sem bjóða má meira hnjask en venjulegu parketi. Að lokum ætlum við svo að setja nýjar festingar fyrir björgunarbátinn á efra sólpalli (aftan við "Fly Bridge").

Þeir sendu mér myndir af skrúfunum þegar báturinn var kominn upp sem sýna að eitt blað á einni skrúfunni er bogið (þær eru fjórar, tvær á hvoru drifi og snúast í sitt hvora áttina) svo að skipta þarf um hana ef ekki verður hægt að rétta hana að skaðlausu, en við eigum um borð fjórar varaskrúfur.

Við erum búin að gera áætlun fyrir vorsiglinguna 2008. Samkvæmt henni erum við bókuð út til Parísar 16. apríl n.k. og ráðgerum að leggja af stað frá Saint Jean De Losne hinn 19. apríl. Áætlunin gerir ráð fyrir að ná ósum Rhon, vestan við Marseilles, 26. apríl og halda svo áfram austur með Frönsku og Ítölsku Riverunni með viðkomu í Marseille, Saint Tropez, Monaco og Genova. Þaðan er svo áætlunin að sigla suður með Ítalíu til La Spezia, Livorno, Elbu (þar sem Napoleon dó úr botlangabólgu?), Civiarécchia, Róm, Terracina, Napólí og Salerno þar sem við áætlum að vera 23. maí. Lengra nær áætlunin ekki í bili og verður skoðað betur hvar lagt verður yfir há-sumarið, þegar það fer að nálgast. Þrátt fyrir svona áætlanir fram í tímann eru þær gerðar með fyrirvörum um að allt gangi eðilega fyrir sig og með það megin sjónarmið að við erum ekki í áætlunarsiglingum. Þess vegna getum við sjálf fundið hvöt hjá okkur að breyta, t.d. að stoppa lengur, eða skemur, á einhverjum stöðum, eða taka útúrdúra allt eftir áhuga hverju sinni. Sardina og/eða Corsica gætu skyndilega orðið spennandi og þá dottið í okkur að heimsækja þær sem dæmi.

Búið er að panta siglingu með okkur frá Saint Jean De Losne til Genova og vinahjón eru að velta fyrir sér siglingu frá Genova og eitthvað suður með Ítalíu ströndum. Þar sem við höfum gaman af góðum gestum eru vinir og vandamenn alltaf velkomnir um borð ef áhugi er fyrir hendi og pláss leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband