22.1.2008 | 13:13
Svik og undirferli sjálfsagður hlutur?
Ég horfi á mynd af nýja borgarstjórnarmeirihluta Ólafs F. Magnússonar, þar sem hann er að svíkja þann meirihluta sem hann hreykti sér af því að mynda fyrir 103 dögum. Í bakgrunn sjást borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með klígjusvip, þeir sömu og sviku Vilhjálm Þ. í upphafi hausts. Við hlið Ólafs stendur Vilhjálmur Þ. sem svíkur Sjálfstæðismenn í borginni með því að leggjast í duftið fyrir hraðsoðnum loforðalista Ólafs F. Ég horfði á mynd af Birni Inga Hrafnssyni sem sveik Vilhjálm Þ. í "fjarstjórn" frá Kína. Á sunnudag horfði ég á Guðjón Ólaf Jónsson svíkja Björn Inga og fleiri Framsóknarmenn í beinni útsendingu í Silfri Egils. Í gærkvöld sá ég sóknarprest í Flóanum sem kaþólski presturinn í Reykjavík sveik með því að trúa honum ekki fyrir því að Bobby Ficher óskaði eftir að vera jaðsettur þar. Eru svik og undirferli virkilega orðin svona sjálfsögð.
![]() |
Ósammála um nýtt samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.