22.1.2008 | 13:13
Svik og undirferli sjálfsagður hlutur?
Ég horfi á mynd af nýja borgarstjórnarmeirihluta Ólafs F. Magnússonar, þar sem hann er að svíkja þann meirihluta sem hann hreykti sér af því að mynda fyrir 103 dögum. Í bakgrunn sjást borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með klígjusvip, þeir sömu og sviku Vilhjálm Þ. í upphafi hausts. Við hlið Ólafs stendur Vilhjálmur Þ. sem svíkur Sjálfstæðismenn í borginni með því að leggjast í duftið fyrir hraðsoðnum loforðalista Ólafs F. Ég horfði á mynd af Birni Inga Hrafnssyni sem sveik Vilhjálm Þ. í "fjarstjórn" frá Kína. Á sunnudag horfði ég á Guðjón Ólaf Jónsson svíkja Björn Inga og fleiri Framsóknarmenn í beinni útsendingu í Silfri Egils. Í gærkvöld sá ég sóknarprest í Flóanum sem kaþólski presturinn í Reykjavík sveik með því að trúa honum ekki fyrir því að Bobby Ficher óskaði eftir að vera jaðsettur þar. Eru svik og undirferli virkilega orðin svona sjálfsögð.
Ósammála um nýtt samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.