129. C13, frábært land Ísland, en óheyrilega dýrt

 

Haust 2007 222 MY LILJA BEN komin í vetrarlægi í Saint Jean De Losne, fyrir miðri mynd, með rauðu yfirbreiðsluna. 

Hr. Jean Poul Fortin, HAFNI, var kominn á skrifstofuna kl. tvö og fór ég nú til hans með krosslagða putta "fáum við pláss eða fáum við ekki pláss"?. Þegar ég kom á skrifstofuna var HAFNI íbygginn á svipinn og sagði "færðu bátinn í bás C13, við geymum hann í vetur. Talaðu svo við Hr. Bond og gakktu frá peningamálum við hann. Ég vissi að hann myndi aldrei úthýsa Íslendingi svo þú getur verið ánægður". Ég sá að Jean Poul var ósköp ánægður líka með að málið leystist farsællega. Spurði ég nú HAFNA hvort ekki væri nóg að við myndum flytja morguninn eftir og var það í lagi, ekkert lægi á. Tók ég mér nú göngu út að bryggju C og skoðaði aðstæður við C13 og athugaði jafnframt bestu leiðina að fara. C13 var eina lausa plássið við bryggjuna, annað frá enda, milli tveggja báta. Var auðsýnilega búið í ytri bátnum auk þess sem verið var í flestum hinna, enda að koma helgi.

Þegar ég kom til Hr. Bond, sem er annar framkvæmdastjóra hafnarinnar og fyrirtækja hennar, tók hann á móti mér með virktum. Kom í ljós þegar við fórum að tala saman að hjá þeim hafi unnið íslensk stúlka í nokkur ár og að þannig væri íslenska síðan á heimasíðu þeirra tilkomin. Sagðist hann hafa heimsótt Ísland í fyrra (2006) með bíl sinn og keyrt hringinn. Talaði hann sérstaklega um hvað landið væri fallegt og fólkið dásamlegt en bætti svo við að verðlagið í þessu landi okkar væri svakalegt, hreint og beint ræningja okur. Gat ég ekki annað en samsinnt því.

Þar sem nú var kominn botn í það að við fengjum að geyma MY LILJU BEN þarna um veturinn byrjuðum við að ganga frá því sem hægt var þótt við myndum búa um borð næstu tvo daga (þrjár nætur) en við vorum búin að ákveða að fara til Lyon á sunnudaginn 9. sept. og skoða okkur um í borginni áður en við flygjum heim þann 11.

Vð gestabryggjuna þar sem við lágum var krökt af bátum sem voru til sölu, en þarna er mikil bátasala eins og sagði í síðasta pistli. Skáhallt á móti okkur var einn á sölunni, breskur bátur, og var fólkið þar að ganga frá honum til sölu og tína úr honum persónulegar eigur. Þetta var að sjá fullorðið fólk og spurði ég þau, þegar við vorum orðin málkunnug, hvort þau væru að hætta siglingum. Þau héldu nú ekki, þau væru að fá sér nýjan bát stærri, sem væri verið að ljúka smíði á í Hollandi og þess vegna væri þessi kominn á sölu. Báturinn þeirra "My Fair Lady" er jafn stór okkar en rúmbetri vegna byggingarlagsins sem er með háa yfirbyggingu og yfirtjaldað útisvæði aftaná. Hann er byggður 1997 og aðeins með eina vél Volvo Penta 110hp. þannig að ganghraði er ekki yfir 10 hnúta. Því segi ég þetta að frú Lilja Ben varð svolítið skotin í My Fair Lady og ýjaði að því að hún væri til í að skipta. Er ég að vona að mér hafi tekist að telja henni hughvarft á þeim forsendum að byggingarlag LILJU BEN er gert fyrir siglingar í ósléttum sjó auk þess sem hún er tvisvar sinnum gangmeiri og með tvær 200hp. Volvo vélar. My Fair Lady er meiri innvatnabátur. Frú Lilja er samt skotin í My Fair Lady svo óvíst er hvað verður.

Við fluttum LILJU BEN í vetrarplássið C13 snemma næsta morgunn hinn 7. sept. og héldum svo áfram að undirbúa hana fyrir geymsluna í vetur, en að mörgu er að hyggja fyrir langlegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband