125. Siglt um jarðgöng og óvænnt ur spíttaragangur

Haust 2007 214 Siglt inn í Saint Albin göngin, 

Þegar minnst er á jarðgöng í fjöllóttu og vogskornu landi stendur hugurinn eðlilega til bílvega gegnum fjöll eða undir sjó. Nú var hins vegar komið að því hjá okkur að sigla gegnum "fjall" um jarðgöng.

 

Þegar við fórum frá Scey kl. 08:55, eftir góðan nætursvefn, þrátt fyrir pirringinn daginn áður, byrjuðum við á að fara beint í fyrstu slússuna sem er rétt við höfnina. Frá henni var siglt þvert yfir Saone fljótið og inn í hjáleið um skurð sem liggur inn í fyrstu jarðgöngin sem við sigldum í gegn, Saint Albin göngin, 681 m. löng og 6.55 m. breið. Til að fá að fara inn í göngin þarf að kalla upp stjórnstöð og fá heimild (grænt ljós) því ekki er hægt að mætast í göngunum. Fengum við græna ljósið strax þegar við melduðum okkur og sigldum því rakleiðis inn. Því er ekki að neita að nokkuð fannst okkur sérstakt að sigla í gegnum jarðgöngin sem eru með bogamynduðu þaki og öll steinlögð að innan. Lýsing er í loftinu eftir endilöngum göngunum og neyðarsímar með festilykkjum til að binda við, með 100 m. millibili. Mikið mannvirki eingöngu byggt til að opna leið fyrir skemmtibáta í gegnum Frakkland. Göngin spara 7 km. vegalengd eftir Saone fljótinu, sem bugðast Suður fyrir hæðina sem göngin liggja um, en göngin liggja sem næst beint í Vestur. Í þessari bugðu Saone fljótsins er hæðarmunurinn um 3 m., sem leiðin um göngin "sléttir" út með slússum beggja vegna við.

Áfram var svo siglt niður Saone fljótið og haldið sig á löglegum 8 hnúta hraða og skiptumst við Sigurður mágur minn á að stýra LILJU BEN. Nú bar það til sem oftar að Sigurður mágur sat við stjórnvölinn þegar við sigldum undir eina af þeim mörgu og fallegu bogabrúm sem liggja yfir fljótið, en við hin í áhöfninni sátum eða stóðum aftur á dekki í góða veðrinu, að allt í einu þrumuðu báðar vélar á aukinn hraða og LILJA BEN lyfti sér á 20 hnúta planið eins og hendi væri veifað, um leið og við fórum undir brúnna. Kom nú flemtur á mannskapinn og datt okkur helst í hug að Sigurð hafi langað að "kitla pinnann" eins og sagt er og prufa að sigla á plani, en undirritaður snaraðist inn með orðunum "hey, hey, hvað er að gerast, ertu að spítta í"? Leit þá Sigurður til mín með furðusvip og sagði "ha, spítta í hvað", en greip svo í throttlurnar og dró hraðann aftur niður þegar hann sá hvað hafði gerst. "Nei" sagði svo Sigurður, "ég var að skoða tjakka sem Frakkarnir hafa sett undir brúnna til að spenna hana sundur, til að vega upp á móti sigi sem vill verða á hafinu á svona brúm. Hef sennilega rekið mig í throttlurnar þegar ég teygði mig fram til að horfa undir brúnna þegar við fórum undir". Sigurður Eyjólfsson mágur er nefnilega verkfræðingur og hefur hannað ófár brýr að mér skilst og þarna gafst fagmanninum færi á að skoða hönnunarúrlausn sem fangaði hugann um stundarsakir. Var skemmt sér mikið yfir þessari uppákomu sem var rúsína í rútínunni.

Enn kom að jarðgöngum að fara í gegnum, Savoyeux tunnael, sem er ívið styttri eða 643 m. og fengum við græna ljósið strax og við tilkynntum okkur. Hins vegar brá svo við að um leið og við komum út úr göngunum komum við að slússunni sem stjórnar vatnshæðinni í þeim og þá var komið hádegi svo kallinn sem stjórnar henni og umferðinni um göngin var farinn í mat svo ekki var annað að gera en að leggjast við steingarð utan við gangamunnann og bíða meðan hann kláraði sinn hádegismat. Það er ekki stressið að drepa menn á svona siglingu. Notuðum við tímann til að fá okkur snarl á meðan auk þess sem verfræðingurinn fékk sér smá göngu að skoða jarðgöngin nánar. Allt gekk síðan tíðindalaust fyrir sig og opnaði slússan skömmu eftir kl. 13:00 og var haldið áfram niður til bæjarins Grey þar sem við bundum kl. 16:30 eftir skemmtilegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband