25.6.2006 | 01:00
Tekinn á teppið í control tower
Jæja, eftir sjókorta- og hundsævintýrið var tími til kominn að koma sér af stað ef við ætluðum okkur að klára Kielarkanalinn fyrir myrkur um kvöldið. Þetta var afmælisdagurinn hans Gunnars bróðir (76) og ekki verra að taka fyrstu slússu á þeim degi. Þegar búið var að setja í gang og klárt að leysa kallaði ég í slússustjórnina. Holtenau schleuse control, sportboat Lilja Ben, - I repeet Lima, India, Lima, Juliet, alfa, space, bravo, echo, november request permission to enter the approach area for the schleuse. Ekki stóð á svari Lilja Ben this is Holtenau control, in or out? Auðvitað vað mér ljóst að þetta var ekki nógu nákvæmt og svaraði Holtenu control, in sir. Þá kom frá honum Lilja Ben, you are permitted to approach the new schleuse with white ligt showing on the light stands, but you have to tie at the floating ramp, go up to the Kiosk in the schleuse, buy a ticket and bring up here in the control tower to have it stamped. OK sir, over and out svaraði ég. Voru nú landfestar leystar og siglt út að innsiglingunni að nýju slússunum, en þær eru tvær, með manngerðri eyju á milli, þar sem stjórnturninn stendur, en þá gerði ég mistök. Ég var svo upptekinn af miðakaupunum í Kioskinu að ég taldi víst að ég yrði að ganga frá þeim áður en ég færi inn í slússuna. Leitað ég því fyrst að einhverjum flotrampi utan við slússurnar til að leggjast að og ganga frá miðamálinu en þegar ég fann engann slíkan renndi ég að flotrampi utan við slússuna, með rauðu ljósi logandi, til að binda og kaupa miða. Lilja, Lonnie og Örn voru klár með fendara á síðunni og landfestar til að setja í land og þegar ég var búinn að stöðva bátinn ákvað ég að hlaupa út, hoppa niður á flotrampinn, taka landfestarnar og setja fast. Sem betur fer hélt ég í rekkverk bátsins þegar ég stökk niður á rampinn því það skipti engum togum að fæturnir runnu undan mér á hálu slýi svo ég hékk á höndunum utan á bátnum. Einhvernvegin, ég veit ekki enn hvernig, tókst mér að ná löppunum aftur undir mig og halda bátnum við rampinn, en sárkenndi til í hægri öxlinni eftir slinkinn. Þegar ég var búinn að koma fótunum undir mig að nýju dundu næstu ósköp yfir. Ógurlegur hávaði kom nú úr hátölurum sem öskruðu á okkur dont tie there you hvae to go to the other schleuse with the white light. Er ég viss um að öskrin úr hátalaranum hafa heyrst um allan Holtenau bæinn. Eftir að hafa klifrað aftur um borð sigldum við aftur frá og nú beint inn í slússuna með hvítu ljósunum og lögðumst við ramp merktum sportbátum. Þegar við vorum búin að binda þar klifraði ég upp á manngerðu eyjuna og fann kioskið og keypti miða fyrir ferðina í gegnum skipaskurðinn, með sínum slússum, 6 evrur takk. Gekk ég síðan upp í stjórnturninn (control tower) og kynnti mig skipper á Lilju Ben með miða til að fá stimplaðann. Í stjórnturninum sátu einir fimm menn við tölvu- og radarskjái, og tækjaborð til að fylgjast með og stjórna lokunum á slússunum. Einn tók við miðanum hjá mér og stimplaði, en um leið stóð upp maður, sem augsýnilega var bossinn, gekk að mér og sagði. Er þetta í fyrsta skipti sem þú siglir í gegnum Kielarkanalinn? Ó nei sagði ég og þóttist æði rogginn ég sigldi oft hér í gegn sem háseti fyrir meira en 40 árum á íslensku farþegaskipi. Ég ætla ekki að lýsa svipnum á bossinum sem fannst þetta svar mitt augsýnilega ekki svara vert því hann hélt áfram og sagði: Á leið þinni í gegnum kanalinn áttu að sigla á móti hvítu ljósi, ekki stoppa, á móti rauðu ljósi máttu sigla en þá þarftu að hafa vara framundan, ef tvö rauð ljós loga stöðugt verður þú að stoppa fyrir hverju sem hindrar og ef tvö rauð ljós blikka verður þú að fara strax að næsta stauravirki eða leguplássi sem þú finnur, stöðva þar og binda fast. Síðustu orðin sagði hann með mikilli áherslu og starði fast á mig. Siðan rétti hann mér blað með ýtarlegri skýringu á umferðar- samskipta- og ljósakefi skurðarinns og sagði mér að hafa við stjórnvölinn. Sagðist ég þá hafa svona blað, hafnarvörðurinn hefði gefið mér það kvöldið áður þegar ég gekk frá hafnargjöldum. Mér sama sagði bossinn, þú ferð ekki í gegn nema taka það úr minni hendi og vertu blessaður. Þetta kalla ég að vera tekinn á teppið. Var ekki laust við að ég færi hálf sneyptur niður úr turninum og um borð. Snekkjan okkar lá eins og krækiber í helvít niður í þessari stóru slússu sem gat tekið um 4 stórflutningskip í einu og vorum við á því að við þyrftum núna að bíða klukkustundum saman eftir að stææri skip kæmu að fylla hana (sjá mynd frá fyrri pisti). En nú kom annað óvænt. Bjölluhljómur heyrðist og lokan á slússini fyri aftan okkur fór hægt og hægt að lokast. Þegar hún var lokuð tók ekki neða um10 mín. bið þar til framri lokan fór að opnast, hvítt ljós kviknaði framunda og við gátum tekið frá og siglt inn í Kielarkanalinn.
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.