Slússur, fljóta- og kanalsigling

Teikningar af slússu

Þar sem ferðin, breytir nú um stíl ætla ég að fræða lesendur svolítið um slússur, fljóta- og kanalsiglingar, en þær eru um margt frábrugðnar sjósiglingum. Fyrir það fyrsta eru slússurnar, en ég hef heyrt að fólk, sem aldrei hefur velt þeim fyrir sér, skilji ekki hvernig þær virka. Svo eru það fljótin og knalarnir, en þar breytast allar mæli einingar frá sjómílum (nautical miles) í metrakerfið, hvað varðar hraða og vegalengdir auk þess að nú verður að rata um fljóta- og kanalkerfið, sem er með öðrum hætti en til sjós. Brýr liggja yfir kanalana þannig að miða þarf við hæð bátsins yfir vatnslínu, hvort hann komist undir, allskyns þrengingar, hraðatakmarkanir, öldurót frá bátnum við bakkana og þétta umferð af legtum, en legtur eru stórir en mjög lágir flutningaprammar sem sigla með vörur um þetta net flutningaleiða í Evrópu. Umferðinni er víða stýrt með ljósakerfi sem eins gott er að kunna skil á og hættulegt er að svindla á, þar sem radarvöktun er á stórum hluta leiðanna. Loks er fyrirskipuð hlustun á mismunandi talstöðvarásum eftir því hvar maður er. En þá eru það slússurnar.

 

Slússa er þrep í skipastiga sem lyftir skipum úr einu vatnshæðarplani í annað, eða niður eftir atvikum, en vatnshæðin er mismunandi á milli kanala eða innan sama kanalsins eftir því hvað landið er hátt sem siglt er um. T.a.m. erum við búin að sigla í gegnum 6 slússur þ.e. 5 upp og eina niður og er vatnsborð hafnarinnar í Hannover, þar sem báturinn er nú, í 50 m. hæð yfir sjávarmáli, en hæst fórum við í 65 m hæð. Slússurnar eru steyptur, hlaðinn eða stálrammaður stokkur með lokum í hvorum enda (sjá meðfylgjandi myndir) og er önnur lokan opin, þeim megin sem vatnsborðið er það sama innan og utan slússunnar en hin lokuð þar sem vatnsyfirborðið er annað, t.d. hærra. Nú er siglt inn í slússuna, oftast fleiri en eitt skip. Þegar skipin eru komin inn er lokunni fyrir aftan þau lokað og vatn látið streyma inn í slússuna (eða úr ef verið er að fara niður) þar til það nær sömu hæð og yfirborðið fyrir framan. Þá er opnað fyrir framan og skipin sigla út á hið nýja vatnsyfirborð. Næst tekur slússan við skipum sem eru að koma hina leiðina t.d. niður og hlutirnir endurtaka sig í þá áttina

 

Til að sigla um fljót og kanala Evrópu er hægt að fá sérstök kort þar sem helstu upplýsingar eru settar fram. Hins vegar er þetta leiðarnet svo þétt og margbreytlegt, auk þess sem það spannar mörg lönd, og fjölbreytilegt landslag, frá Atlantshafi í vestri til Úralfjalla í austri, að mikla yfirlegu þarf og vinnu til að velja leiðir og finna út hvort þær séu færar fyrir það skip eða bát sem um ræðir. Að auki verða stöðugt breytingar með nýjum brúm, viðleguköntum, leiðarstýringu o.s.frv. sem fylgjast verður með og spyrjast fyrir um ef maður ætlar ekki að lenda í vanda. Hins vegar er til mjög öflugt tölvuforrit fyrir þessar siglingar, sem við fengum okkur, og léttir það alla vinnu og upplýsingagjöf geysilega mikið. Forritið nær yfir og kortleggur allar vatnaleiðir Evrópu. Forritið, sem tengja má við GPS staðsetningarkerfið, býður notandanum að setja fyrst inn fastar upplýsingar sem eru nafn skipsins, lengd, breidd, dýpt, hæð yfir vatnslínu, hámarkshraða og ferðahraða (crusing speed). Síðan eru settir inn valkostir eins og á hvaða tíma sólahringsins maður vill hefja siglingar og hvenær leggjast, hvort maður vill sigla á helgum eða ekki, hvort velja eigi aðeins gjaldfríar slússur (sem við gerum) og hvort forritið eigi að velja stystu leið, fljótförnustu leið eða ferðamannaleið. Stysta leiðin er ekki endilega sú fljótfarnasta því á henni geta verið hraðatakmarkanir og fleiri tafir en á þeirri fljótförnustu. Velji maður “ferðamannakostinn” velur forritið leiðina eftir útsýni, fegurð, áhugaverðum og sögufrægum stöðum til að skoða á leiðinni. Þegar þessu er lokið er hægt að slá inn nafn á þeim stað sem sigla á frá og nafn þess staðar sem sigla á til og teiknar þá forritið leiðina inn á rafeindakort. Sé einhver sú hindrun sem viðkomandi skip kemst ekki í gegnum t.d. brýr lægri en hæð bátsins, dýpi, þrengsli, eða engin vatnaleið lætur forritið vita af því og býður uppá aðra valkosti til að komast alla leið eða sem næst áfangastað. Þegar búið er að ákveða leiðina og siglingin hefst gefur síðan forritið stöðugar upplýsingar um hvað er framundan, hvað á að sjást, hvaða hraðatakmarkanir gilda ef einhverjar, hvaða talstöðvarrásir á að nota, símanúmer sem hringja á í ef skylt er að tilkynna sig, hvenær verði farið framhjá þessu eða hinu, hvenær komið á áfangastað og margt fleira sem of mikið mál er að telja upp. Hægt er að fá stöðuga uppfærslu á upplýsingum í gegnum nettengingu við forritsútgefendurna sem eru Hollenskir. Þetta læt ég duga að sinni um þessa tvo þætti en þeir munu skýra sig nánar í frekari sögu ferðarinnar.


Á uppleið um 40 m. í slússu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband