Smokkurinn á stönginni.

Náðhúsið í Lilju Ben

Gedser er í rauninni mjög ræfilslegt þorp, ein megingata langs með suð-vesturströnd nessins með fáeinum hliðargötum. Ein kjörbúð er í þorpinu, kirjka, safn, hafnarkrá við aðlahöfnina og rútubílastöð. Ágætis veitingastaður er í skemmtibátahöfninni rekin af fólki sem er að Grískum uppruna að ég held. Á leiðinni til Gedser urðum við vör við að það var kominn einhver pikkles í klósettið um borð, en það er eins og annað á svona skipum, vandmeðfarið og ekki sama hvernig farið er að. Var búið að gera skriflegar leiðbeiningar yfir hvernig á að haga sér, sem voru þýddar úr handbók klósettsins. Þar segir: Áður en notkunn hefst verður að stilla vatnshæðina í skálinni í þá hæð sem þykir hæfileg fyrir þá athöfn sem framundan er. Það er gert með því að stilla takka ofan við vatnsdæluna (sem er handvirk) á rautt og dæla svo þar til heppilegri hæð er náð. Þá er að athafna sig í ró og næði. Þegar því er lokið er takkinn stilltur á hvítt og dælt út úr klósettinu en þá er aftur stillt á rautt og haldið áfram að dæla þar til vatn er komið í lásinn, þá er sett á hvitt og skilið þannig eftir. Úrgangurinn fer í sérstakan tank sem dælt er úr þegar komið er á rúmsjó. Ansi flókið? En nú var allt stop og enga þjónustu að fá í Gedser fyrr en eftir páska í fyrsta lagi. Var því náðhúsinu lokað og notast við salernin í landi.

 

Þegar við lögðumst í Gedser var áætlað að liggja aðeins í einn dag og halda síðan áfram til Þýskalands, en nú var veður að versna og gerði vestan hvassviðri um kvöldið sem virtist ætla að halda í a.m.k. þrjá daga. Undir kvöldið kom þýska skútan sem við tókum frammúr þegar við sigldum suður með Falster, og lagðist hún fyrir aftan okkur. Meðan við lágum í Falster var þó nokkuð af skútum sem komu inn, til að leita vars, og voru þær flestar þýskar en ein hollensk. Var gaman að fylgjast með bátaumferðinni og sjá hin mismunandi handbrögð bátafólksins við að leggja að, athafna sig og sigla á brott. Ein skúta kom á öðrum degi þegar nokkuð var orðið hvasst og vildi ekki betur til en að áhöfnin missti a.m.k. þrjá fendara frá sér sem ráku yfir höfnina og var áhöfnin í góða stund að elta þá um allar trissur. Hún var nokkuð fjölmenn og sáum við síðar að þarna var um að ræða skútu með þrem fullorðnum um borð en hitt voru allt unglingar sem voru ábyggilega í æfingaferð, trúlega nokkurskonar skólabátur. Kona yfir miðjum aldri virtist vera kafteinn á skútunni og ráða öllu. Þegar hún fór svo daginn eftir vildi ekki betur til en að þau misstu takið á einni landfestinni og varð hún eftir á bryggjunni og lafði út í sjó. Hljóp þá undirritaður til að bjarga landfestinni frá glötun og dró hana upp úr sjónum og gerði upp. Held ég, af viðbrögðum frúarinnar sem öllu stjórnaði um borð, að hún hafi búist við að ég ætlaði að stela landfestinni þar til hún sá að ég gekk með hana út eftir hafnargarðinum til þau ættu auðveldara með að renna að svo ég gæti hent henni um borð, sem og gert var.

 

Þannig háttar til í höfninni í Gedser að þegar komið er inn mætir manni löng bryggja sem skiptir höfninni í tvennt og á enda þessarar bryggju er há stöng með vindpoka eins og fólk þekkir við flugvelli. Er þetta til hægðarauka fyrir skúturnar til að átta sig og vindstefnu og styrk sem getur verið annar yfir höfninni en á yfirborðinu. Eftir að hvessa tók stóð vindpokinn stífur alla daga og sýndi að ekki var ferðaveður yfir til Þýskalands. Var mænt á pokann strax og komið var á fætur á morgnana og af og til á daginn í von um að hann sýndi merki þess að veðrið færi að ganga niður en lengi stóð hann beinstífur út í loftið. Varð til orðtækið okkar á milli þegar rætt var um veðrið “ kíkjum á smokkinn á stönginni” og kemur fyrirsögnin á þessum pistli frá því. Í rauninni var almennt hundleiðinlegt að hanga þarna í Gedser í kuldagjósti þótt ekki væri úrkoma. Til að hafa ofanaf fyrir okkur fórum við einn daginn með rútu til Lynköbing og var það ágætis tilbreyting að ganga þar um og sjá þennan fallega bæ. Var rápað þar um götur, snæddur hádegisverður og kíkt í verslanir sem voru opnar þótt, skírdagur væri. Er bærinn með ágæta göngugötu með mörgum verslunum enda 25.000 manna bær.

 

Hafnarstjórinn í Gedser var lítið við þesa dagana en þó var ég svo heppinn að hitta á hann einn daginn og sýndi hann mér hvernig við gætum stytt okkur leið yfir til Travemunde sem er hafnarborg Lubeck. Vorum við búin að sjá fyrir okkur siglingu út rennuna sem við komum inn og taka þaðan stefnuna á Lubeckflóann, sem er lítilsháttar krókur. Hann benti mér hinsvegar á leið, beint til vesturs í 5 sjóm eftir að höfninni sleppir, þá í hásuður um 2.5 sjóm. og síðan á ská í gegnum mikinn skóg af vindmyllum sem standa út í hafinu vestur af Gedser. Eru þetta 79 vindmyllur, hvorki meira né minna. Mun ég lýsa siglingunni þar í gegn og til Travemunde í næsta pistli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósmeklegt orðbragð

ónefndur (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 21:43

2 identicon

Smokkur á stinnri stöng ég nota altaf einn þannig með Jónínu Benedigtssdótur. Frábært orðbragð.

ónefndur (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband