Er þetta dýrt?

Skemmtibátahöfn

Sumir spyrja er þetta ekki dýr lífsstíll? Þessu er ekki hægt að svara beint því hugtakið er svo afstætt. Hins vegar má koma með samanburð sem segir svolítið til um það.

 

Við áttum sumarhús sem við höfðum byggt sjálf frá grunni og var söluverðmæti hans látið standa undir kaupverði bátsins og öðrum stofnkostnaði við að koma honum í gagnið.

 

Við rekstur sumarhússins þurfti að greiða fastakostnað sem er landleiga, fasteignagjöld, brunatrygging, húseigendatrygging og innbústrygging. Samanlögð hliðstæð gjöld við rekstur skemmtibátsins eru skráningargjald og iðgjöld af ábyrgðatryggingu, kaskotryggingu og líf- og slysatryggingum, fyrir 6 manns í okkar tilfelli. Fleiri eru ekki teknir með í siglingar nema með því að hafa samband við tryggingarfélagið og kaupa aukatryggingu. Rétt er að taka fram að skráning og tryggingar er að sjálfsögðu erlendis því hérlendis væri það margfalt dýrara. Samanburður á þessum kostnaði vegna sumarhússins annars vegar og skemmtibátsins hins vegar er bátnum í hag.

 

Í öllum tilfellum þarf að kaupa mat dags daglega en matarkostnaður í snekkjulífi erlendis er aðeins 30 til 40% af kosnaðinum hér heima svo þar sparast þó nokkrir peningar, sem miðað við 6 mán dvöl um borð á ári, stendur vel undir hafnargjöldum og geymslukostnaði meðan maður er hér á landi.

 

Við keyrðum að meðaltali 50 ferðir fram og til baka í sumarhúsið á ári, 200 km. í hvert sinn. Það gerir um 10.000 km. á ári. Miðað er við 10 l. af bensíni á hverja 100 km. Þýðir það um 1000 lítrar á 120 kr. eða 120.000 kr. á ári. Miðað við 6 mán. dvöl um borð á ári sparast að auki um 3000 km. í snattakstri þ.e. um 36.000 kr. í eldsneyti. Fyrir sömu samanlagða upphæð í eldsneyti siglum við um 900 sjóm., sem er dágóður spotti.

 

Kostnaður er af viðhaldi á sumarhúsi sem og af viðhaldi á bát og má þar trúlega saman jafna, þar sem mun meira má gera fyrir sömu upphæð erlendis en hér á landi. Sem dæmi má nefna að viðgerðarmaður frá Köbenhavns Marine Srvice sem kom til Dragör og gekk frá draugavélstjóranum, sem ég sagði frá í síðasta pistli, auk þess að setja nýjar reimar á vélarnar og tengja lensidælu var um 3 klst. um borð og tók 13.420 ÍSK fyrir verkið. Innifalið voru nýjar reimar og vaskur. Hann tók ekki krónu fyrir aksturinn frá Kaupmannahöfn til Dragör og aftur til baka. Á hans reikningi er ekki að finna tryggingar, verkfæraleigu, tvist, tuskur (snýtuklúta eða skeinipappír) svo eitthvað sé nefnt.

 

Til ferða að heim og heiman er að sjálfsögðu notast við lágfargjaldaflugfélögin og valdir ferðadagar sem gefa hagstæðustu fargjöld. Eini munurinn á þjónustunni er að hjá þeim þarf að kaupa matinn um borð fyrir sem nemur 100 til 300 ISK eftir því hvaða lággjaldaflugfélag er ferðast með. Oftast eru flugleggirnir það stuttir að matar er ekki þörf um borð. Hjá hinum flugfélögunum t.d. Icelandair greiðir maður tugir þúsunda fyrir það eitt fram yfir að fá “frítt að éta” sem yfirleitt er hvort sem er ósköp lítilfjörlegt. Bjóða þessi flugfélög því dýrustu máltíðir í heimi, en þær geta kostað frá 30-100.000 kr. máltíðin.

 

Verðmunurinn á því að reka frístundaheimili á floti, erlendis, annars vegar og frístundahús á Íslandi hins vegar, auk þess að kupa nauðsynjavörur til fæðis og reksturs er svo geigvænlegur að þessi lífsstíll er í fullkomnu jafnvægi við annað sem gert er hér heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband