Draugavélstjórinn

Hér var draugavélstjórinn

Í pitslinum um Kaupmannahöfn til Vordingborgar?, sagði ég frá þegar vélstjórnartækin rugluðust og við mistum alla stjórn á vélunum.

 

Mánudagin 10. apríl var byrjað á að gera klárt fyrir komu viðgerðarmanns og þurfti að taka upp borð á afturdekkinu til að hafa sem greiðastan aðgang að báðum vélum. Ætlaði undirritaður að spara sér handtök og leggja borðið á sundpallinn (badeplatform), sem er aftan á skutnum en þá vildi ekki betur til en að borðið datt í sjóinn og rak í burtu. Eftir nokkurt bras tókst þó að fiska borðið upp þar sem það rak upp í grjótgarð utar í höfninni. Hefði það ekki tekist hefði ekki aðeins borðið tapast heldur hefði líka þurft að senda út “notice to mariners” og vara við borði á reki því það hefði orðið hættulegt öðrum bátum sem sigla á mikilli ferð. En nú kom viðgerðarmaðurinn, sem Volvo Penta útvegaði okkur frá Köbenhavns Marine Service, til að athuga ruglið í vélstjórnarbúnaðinum. Þegar ég var búinn að lýsa atburðarrásinni sá ég að strák kvikindið átti bágt með að hlægja ekki enda vanur því trúlega, eins og aðrir, að vélarbilanir yllu því að bátar stoppuðu og kæmust ekki lengra, en í þessu tilfelli var því öfugt farið, vélarnar neituðu að stoppa og ekki nóg með það, þær lugu að stjórntækjunum að þær væru stopp. Byrjaði viðgerðamaðurinn nú á því að fara í tölvukassana í vélarúminu, sem eru heilinn fyrir stjórntækin, en það er tvöfalt kerfi, en fann ekkert athugavert þar. Rakti hann sig svo eftir leiðslum, börkum og slöngum að vélum, stýrisbúnaði og drifi án þess að finna nokkuð að. Því næst fór hann í stjórntækin í brúnni og reif þar í sundur en allt í lagi. Að endingu fór hann í stjórntækin á Fly Bridge og þar kom loksins sökudólgurinn í ljós. Í vetrargeymslunni hafði bleyta komist undir stjórntækin úti og þegar hlýnaði í veðri og kólnaði til skiptis gufaði rakinn upp og þéttist þannig að tengin voru rennandi blaut og gáfu kolvitlaus boð niður í tölvurnar. Við það rugluðust þær svona hressilega að mati viðgerðarmannsins. Má segja að það hafi verið “draugavélstjóri” á Fly Bridge sem yfirtók stjórnina. Varð að ráði að aftengja Fly Bridge stjórntækin og gefa sér svo tíma til að þurrka þau og þétta betur þannig að vatn komist ekki að. Var nú viðgerðarmaðurinn fenginn til að gera nokkur smáviðvik til viðbótar s.s. að skipta um reimar á vélum og tengja eina af lensidælunum sem var ný og hafði ekki verið tengd. Eftir reynslusiglingu út fyrir höfnina var svo báturinn tilbúinn til frekari ferðar í síðasta áfanga innan Danmerkur en brottför var frestað til næsta dags vegna leiðindaveðurs.

 

Í þeim yachthöfnum sem komið er til eru hafnarskrifstofurnar yfirleitt opnar part úr degi en annars er gefið upp símanúmer á skrifstofudyrum til að hringja í beri brýna nauðsyn til. Á skrifstofutíma er hægt að fá útprentun af veður- og ölduspá fyrir 3. daga tímabil yfir viðkomandi hafsvæði, en þegar skrifstofurnar eru lokaðar eru þessar spár hengdar út í glugga fyrir skipperana að skoða. Í Dragör var sú aðferð reyndar notuð að setja sjónvarpsskjá í gluggann þar sem fylgjast mátti með veðurspám á textavarpi. Í þessum höfnum er ekkert verið að fara á límingunum af stressi. Þegar maður kemur inn er lagst að þeirri bryggju(m) sem merkt er “gestir” annars að þeirri byggju sem best liggur við legu. Ef enginn kemur frá höfninni til að taka á móti er klárað að binda, drepa á vélum og tengja síðan við landrafmagn í rólegheitunum. Þá er farið að leita að hafnarskrifstofunni og ef hún er opin meldar maður sig inn og gengur frá hafnargjaldi. Annars ef hún er lokuð gerir maður ekkert í málum því hafnarvörðurinn kemur og hefur samband þegar hann má vera að. Eina vandamálið er að maður fær ekki lykla að salernum, sturtum, þvottavélum og hliðum fyrr en búið er að ganga frá hafnargjaldi, sem er að jafnaði 8 til 12 Evrur, eftir því hvaða þjónusta er í boði. En auðvitað er salerni um borð ásamt sturtu, en það er sparað við allar stærri athafnir, ef hægt er að komast hjá þeim, án þess þó að nokkrum finnist hann heftur til nauðsynlegra hluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband