Í Dragör

Í Dragörhöfn

www.dragoer.dk  

Þá vorum við í Dragör sem var alls ekki á dagskrá að heimsækja. Kominn var föstudagur 7. apríl og þegar við fórum að leita að einhverjum sérfæðingi til að líta á ruglið í stjórntækjunum var ómögulegt að finna viðgerðarmann. Þetta var síðasta helgi fyrir dymbilviku og páska og voru allir fagmenn komnir í páskafrí, uppteknir fram á mánudag eða byrjaðir að “hygge sig” á danska vísu og því óviðræðuhæfir. Það fór vel um okkur þarna í Dragörhöfn, bærinn er reyndar lítill en mjög vinalegt, fallegt, gamaldags, danskt sveitaþorp sem þó virðist byggt velstæðum dönum í strandvillum. Er bærinn því  mikil andstæða við  flugbrautarenda Kastrupflugvallar sem sleikir norðurenda hans (Vatnsmýri hvað?) þannig að maður gat fylgst með þotunum koma hverri á eftir annarri til lendingar úr austri. Í suð austri blasir við hið mikla mannvirki Eyrarsundsbrúin frá Salthómanum til Málmeyjar í Svíþjóð auk þess sem stórskip streyma fram og aftur undan hafnarmynninu á leið suður og norður Eyrarsundið. Er allt þetta flugvöllurinn, brúin og skipin mikið sjónarspil í ljósum náttmyrkurs. Eftir ítrekaðar erindisleysur til skipasmíðastöðvar bæjarins, vélameistara, sem okkur var sagt frá, eða bæjarrafvirkja var ljóst að engin þjónusta yrði veitt á þessum stað fyrr en eftir páska. Var þá brugðið á það ráð að hringja í þjónustusíma Volvo Penta í Svíþjóð og lofuðu þeir að senda sérfræðinga strax frá Kaupannahöfn, en þeir gefa sig fyrir að vera með sólahringsþjónustu alla daga vikunnar. En þar sem þeir taka slíkt ekki alvarlega í Danmörku ef tími er til að “hygge sig” komu þeir ekki fyrr en mánudaginn 10. apríl. Smá vandamál við að tengjast landrafmagni vegna skorts á Eurotengi í landi var leyst með dyggri hjálp snekkjumanna á öðrum bát en þeir áttu tengi milli þessara mismunadi tegunda. Þegar þeim var boðin borgun fyrir tengið var ekki við það komandi, við áttum bara að eiga það. Sýndi það enn og aftur að skemmtibátafólk á flakki um heiminn lítur á sig “sem allt á sama báti” og réttir hvert öðru tafarlaust hjálparhönd ef þörf er á.

 

Helgina notuðum við til gönguferða og veittum okkur þann munað að snæða kvöldverði í landi á mismunandi veitingastöðum við höfnina eða uppi í bænum. Veður var hinsvegar orðið kalt aftur og enn gekk á með kalsaskúrum svo eina ráðið var að galla sig vel í göngur. Frú Lilja Ben upplýsti að hún gengi í 5 buxum samanlagt, en undirritaður var í 3 og kom sér vel föðurlandið þar. Á laugardeginum 8. apríl tókum við eftir að búið var að sjósetja í höfninni gamlan fiskibát frá 3. áratug síðustu aldar, ný uppgerðan og fallegan eins og mublu, allir málmhlutir gljáfægðir og allt málað og snurfusað. Um borð var áhöfnin, konur og karlar, auðsýnilega að undirbúa brottför og báturinn skreyttur hátíðarflöggum stafna á milli. Hópur fólks fór nú að safnast saman á bryggjunni þar sem báturinn var og voru þar strengdir borðar og lúðrasveit mætt til að leika nokkur lög. Eftir smá ræðuhöld, sem ég heyrði ekki vegna fjarlægðar, og lúðrablástur sigldi báturinn út úr höfninni. Af forvitni fór undirritaður til hópsins til að spyrja hvað þarna væri á ferðinni og fékk það svar að báturinn hafi verið gerður upp og væri að fara á safn á Álandseyjum, en báturinn væri frægur fyrir að hafa bjargað mörgum gyðingum frá Þýska hernámsliðinu í Danmörku meðan hún var hersetin í síðari heimstyrjöldinni. Flutti báturinn gyðingana alla leið til Álandseyja og hefur það verið mikil glæfraför þegar Nazistar réðu siglingaleiðum að mestu á Eystrarsalti. Því miður lagði ég ekki nafnið á bátnum á minnið.

 

Á hafnarbakkanum í Dragör er sjóminjasafn, ýmis þjónustufyrirtæki og síðast en ekki síst góður veitingastaður sem við snæddum á. Á plönum inn á milli standa svo skemmtibátar af öllum stærðum og gerðum sem ekki var búið að sjósetja fyrir sumarið, svo snemma vors. Voru menn víðast að dytta að bátum. Þar á meðal var glæsileg skúta 12 til 15 m. löng sem stóð á vagni og var búið að setja reiðann upp, háann og mikilfenglegan, en annars eru skúturnar ekki með reiðann uppi þegar þær standa á þurru. Á sunnudeginum hvessti verulega og skipti engum togum að undirstöður vagnsins, sem skútan stóð á, gáfu sig og hrundi hún á hliðina með bauki og bramli. Munaði litlu að hún félli á veitingastaðinn, en hún stóð nokkuð nærri honum. Var sárt að horfa á þennan “fugl hafsins” liggja stórlaskaðann á planinu og vera hægt og hægt rúinn öllum sínum “fallegu fjöðrum” þegar reiðinn var rifinn niður til að koma krana að til að hífa hana aftur á vagn til brottflutnings, sennilega í viðgerð.

 

Ég var víst búinn að lofa í síðasta pistli að segja frá sjókdómi vélstjórnartækjanna en þar sem ýmislegt var að segja frá Dragör verður það geymt til næsta pistils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband