Hundested til Kaupmannahafnar

c_documents_and_settings_gudjon_petersen_my_documents_my_pictures_030506_030506_115.jpg

Er lífið um borð frábrugðið venjulegu heimilislífi? Já og nei. Dags daglega gengur lífið fyrir sig um borð eins og á venjulegu heimili. Það er sofið og matast samkvæmt öllum venjum, íverum haldið hreinum, skúrað, ryksugað og bónað. Aðalviðbótin er eins og áður sagði eftirlit með öryggis- og tæknibúnaði auk þess sem ytra byrði bátsins er haldið hreinu og bónuðu líkt og bíl. Í okkar tilviki er hver siglingaleggur hafður stuttur svona 3 til 4 tímar auk þess sem mikið er legið í höfn. Þá er mikið gert af því að ganga um og skoða nýja staði og bæi. Fyrir siglingu er útbúið nesti s.s. samlokur o.þ.h. þannig að ekki þurfi að standa í matseld á siglingunni. Oftast líkur siglingu snemma eftirmiðdags þannig að kvöldverður er snæddur í ró og næði.

Kl. 0800 þriðjudaginn 4. apríl voru landfestar leystar og lagt af stað til Kaupmannahafnar. Var hið besta veður svo við ákváðum að fara geyst og keyrðum á 20 hnúta hraða. Eftir því sem ferðinni miðaði áfram komu mörg kennileiti og staðir í ljós sem vöktu upp gamlar minningar frá liðnum tíma. Endurlifði ég t.d. í anda heræfingu sem ég tók þátt í fyrir um 15 árum á s.k. “Fleks skipi”, í boði danska sjóhersins fyrir norðurstönd Sjálands. Vitinn á Kullen sem kom í ljós á bakborða og síðan Krónborgarkastali á stjórnborða minnti svo aftur á sjómennskutímann um borð í Gullfossi á árunum 1954 til 1961. Þegar farið var um Eyrarsundið milli Helsingör og Helsingborgar var mikil umferð um sundið að venju, skip á leið Norður eða Suður og ferjur á leið þvert yfir  svo aðgæslu var þörf. Þegar við vorum að koma að Helsingör sáum við skyndilega hvar Zodiac gúmituðra kom á fleygiferð á milli skipanna og stefndi fyrir okkur á bakborða og áfram til Helsingör. Varð okkur að orði að þarna væri trúlega íbúi í Helsingborg á leið í vinnuna í Helsingör. Góður samgöngumáti þar. Skammt suður af Krónborgarkastalanum kom svo í ljós á ströndinni Tækniskóli Almannavarna (Civilforsvarets Tekniske Skole) í Snekkersten sem aftur kallaði fram ljúfar minningar frá mörgum dvalarstundum þar og var ekki laust við að löngun kæmi upp að renna að smábátahöfninni í Snekkersten og endurnýja gömul kynni. Falið í trjánum á bakvið Snekkersten var svo Gurrehus þar sem undirritaður sótti á sínum tíma “Politiska Sikkerhedskursusa” á vegum danska hersins, merkileg námskeið og holl öllum sem hafa með öryggishagsmuni að gera. En framundan var farið að móta fyrir Kaupmannahöfn svo nauðsynlegt var að ýta gömlum minningum úr huganum og fara að huga að landtöku, en skemmtibátum er óheimilt að taka höfnina um aðal hafnarmynnið. Þeim er skylt að fara um “Lynettelöbet” sem er þröngt sund milli Refshaleöen og Trekroner virkisins. Vorum við búin að fá úthlutað leguplássi í Christjánsborgarkanal rétt við Strandgade 25 þar sem Gullfoss lá forðum daga. En nú kom upp vandamál sem ekki hafði verið séð fyrir. Þar sem ekki var sjókort um borð í hæfilegum mælikvarða til að taka innsiglinguna var notast við rafrænt kort á PC tölvu, en nú braust sólin fram og skein skáhallt inn í bátinn sem er með glugga allann hringinn þannig að ómögulegt var að sjá á skjáinn. Var prófað að draga fyrir glugga og snúa tölvunni á alla kanta en allt kom fyrir ekki frá stjórntækjum bátsins sást alls ekki á skjáinn. Tók því frú Lilja Ben við stjórntækjum nöfnu sinnar meðan undirritaður sat með tölvuna á hnjánum og leiðbeindi þannig að mynni “Lynettelöbsins” en þegar komið var í mynni þess var korta ekki lengur þörf enda leiðin vörðuð mjög góðum innsiglingamerkjaum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband