27.5.2006 | 20:01
Brasiš ķ Hundested
4. fęrsla. Nś spyrja margir er žetta hęttulegt? Nei ekki hęttulegra en aš fara ķ bķlinn sinn og keyra um götur Reykavķkur. En öryggi žarf aš vera mešvitašur žįttur. Öllum sem er meš žarf aš kenna hvar björgunarvesti eru og hvernig žau eru sett į og notuš. Žau žaurfa aš kunna aš sjósetja björgunarbįtinn og blįsa śt. Neyšarnśmeriš 112 gildir innan farsķmasvišsins sem svona sigling er aš mestu innan. Sķšan er öryggisrįsin į VHF 16, sem gildir aš allir kunni aš kalla śt į. GPS tękin sżna alltaf stašinn sem žarf aš gefa upp ef hjįlpar er žörf. Žetta žurfa allir aš kunna örugglega.
Eftir rólega helgardvöl ķ Hundested fengum viš višgeršarmann į mįnudeginum til aš lķta į vélarnar og var hann fljótur aš sjį hvaš olli. Eldsneytiš sem viš fengum ķ Ebeltoft var svo fullt af ryšflyksum aš óhreinindin höfšu stķflaš aš mestu leyti eldsneytissķurnar. Eftir aš skipt var um žęr gengu vélarar eins og įnęgšir kettir. Įkvįšum aš taka olķu og leggja ķ nęsta įfanga til Kaupmannahafnar en žį kom upp atburšarrįs sem undirstrikaši žann sérstaka samhug og hjįlpsemi sem einkennir žetta skemmtibįtalķf, en žar hjįlpa allir öllum. Ķ höfninni var bryggja meš kortasjįlfsala fyrir olķutöku į bįta og var rennt aš henni til aš taka olķu. Žegar kortinu var rennt ķ sjįlfsalann kom höfnun. Voru nś öll greišslukort reynd en alltaf var sama sagan, kortunum var hafnaš. Var žį hringt ķ hafnarskrifstofuna og sagt frį žessum vandręšum. Skömmu sķšar kom hafnarstarfsmašur brunandi į lyftara sem var eina samgöngutękiš sem hann hafši til umrįša. Fyrst fylgdist hann meš mér reyna mķn kort en žegar žaš gekk ekki spurši hann hvort ég vęri ekki bara skķtblankur. Eftir aš ég neitaši žvķ reyndi hann greišslukort hafnarinnar en sagan endurtók sig, höfnin fékk lķka höfnun. Var fariš aš žykkna ķ hafnarstarfsmanninum og hringdi hann ķ STADOIL sem į tankinn og fékk samband viš tęknimann sem sagši aš engin žjónusta yrši veitt viš tankinn fyrr en ķ fyrsta lagi daginn eftir. Sį sem žjónustaš hefši tankinn fram aš žessu vęri hęttur störfum og enginn vęri til aš hlaupa nśna strax ķ skaršiš. Hafnarstarfsmašurinn brjįlašist svo aš nišurstašan varš sś aš tęknimašurinn reyndi aš leišbeina honum ķ gegnum sķmann viš aš fį sjįlfsalann til aš taka kortin. Endaši žaš meš žvķ aš hafnarstarfsmašurinn auk undirritašs voru bśnir aš rķfa sjįlfsalann ķ tętlur og setja hann saman nokkrum sinnum, undir leišsögn tęknimannsins en įn įrangurs. Hafnarstarfsmašurinn var žó ekki į žvķ aš gefast upp viš svo bśiš. Olķu skyldum viš fį. Fór hann žvķ nęst ķ aš hringja ķ bensķnstöšvar ķ Hundested og fann eina stöš sem var meš tank og dęlubśnaš į kerru til aš keyra śt hśshitunarolķu. Nś vantaši bķl meš drįttarkrók og nįši hann ķ kunningja sinn sem įtti bķl meš krók og var tilbśinn aš lįna hann til verksins. Brenndi starfsmašurinn sķšan į lyftaranum ķ bęinn, sótti bķlinn og kom sķšan og sótti mig til aš nį ķ tankinn og kaupa olķu į hann og dęla sķšan į bįtinn. Eftir allt žetta bras hafši dagurinn lišiš aš kvöldi svo įkvešiš var aš fara snemma nęsta morguns til Kaupmannahafnar til móts viš gesti okkar sem koma įttu um eftirmišdaginn. Žótt ekki vęri nema 3 klst. sigling til Kaupmannahafnar vorum viš sammįla um aš skynsamlegra vęri aš leggja af staš óšreytt aš morgni en skapill, pirruš og žreytt undir kvöld. Ég held aš žaš fari ekki milli mįla aš viš fundum bęši hvernig félagsandi okkar efldist viš allt žaš bras sem viš žurftum aš ganga ķ gegnum og aš samstilling okkar viš verkefni siglingarinnar jóks meš hverju skrefi.
Um bloggiš
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.