27.2.2014 | 21:19
Slit viðræðna.
Ég vil meina að ákvörðunin um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka, í upphafi umræðu um skýrslu HÍ, hafi verið afleit stjórnviska, eða frábær stjórnviska, eftir því hver tilgangur hennar var.
1. Framlagning þingsályktunartillögunnar á þessum tímapunkti, var afleit stjórnviska ef tilgangur hennar var að slíta viðræðunum, vegna þess hversu málið var augljóslega til þess fallið að brigsla um kosningasvik, skapa farveg til mótmæla og gangnrýna um asa, áður en umbeðin skýrsla HÍ hafi fengið þinglega meðferð.
2. Framlagning þingsályktunartillögunnar, á þessum tímapunkti, var hins vegar frábær stjórnviska, ef tilgangur þess var að skapa úlfuð á þingi og langvarandi málþóf, og tefja þannig málefni vegna skuldleiðréttingar, afnám verðtrygginga, ný nátturuverdarlög og endurskoðun laga um veiðigjöld, sem ég hef grun um að muni innihalda meiri "hasarmál" en nokkru sinni þessi. Með tímahraki má fresta umræðum um þessi mál fram yfir sveitarstjórnarkosningar og jafnvel kenna stjórnarandstöðunni um það tímahrak.
Tillaga utanríkisráðherra tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi tillaga er eins og hvert annað „fúsk“ í huga raunsæisstjórnmálamanna. Ekki er alveg ljóst hvernig hvað sá aðili sem er að baki Gunnars Braga, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Króknum ætlast til.
Þessi tillaga er til þess eins fallin að auglýsa kosti Evrópusambandsins og vonandi sjá sem flestir Íslendingar gegnum blekkinga- og svikavef núverandi ríkisstjórnar.
Hvað liggur að baki viðskiptasamningnum við Kína, eins alversta einræðisríkis heims en reynt að grafa undan Evrópusambandinu þar sem mannréttindi og lýðræði eru einna lengst komin?
Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2014 kl. 23:14
Hefurðu hugleitt hvort þetta útspil hafi haft annan, markvissari og göfugri tilgang? Þann tilgang að styrkja samningstöðu okkar gagnvart kröfuhöfum bankanna og senda þeim skilaboð um leið og greidd er gatan fyrir afnámi hafta, niðurfellingu skulda og hugsanlega síðar afnámi verðtryggingar.
Framtíðin veltur jú öll á að það mál leysist og að við verðum ekki rúin inn að beini.
Kröfuhafar hjúfra sig að regluverki bankasambandsins ESB og ætla sér að nýta það i drep að við séum í þessu ferli.
Þú manst kannski Icesave sem troða átti ofan í okkur með ofbeldi og hótunum frá sambandinu. Samningstaða ríkistjórnarinnar, sem ætlaði ser inn, var akkúrat enginn.
Skynsamlegasta leiðin til að höggva á þennan hnút og knýja fram uppgjöf hrægammanna er að segja sig frá þessu ferli með skýrum hætti.
Menn geta svo tekið upp þráðinn aftur að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þegar t.d. Maastricht skilyrðin verða uppfyllt, sem er langur vegur frá eins og er, einmitt vegna þessarar þröngu stöðu.
Ég held þú ætlir mönnum helst til mikla einfeldni í málinu.
Vegna þessarar samningstöðu við kröfuhafa, sem nú ríkir vegna umsóknarinnar, má segja að vinstrimenn hafi komið í veg fyrir að við göngum í þetta samband, vegna þess að nú munum við ekki uppfylla nein skilyrði til inngöngu nöstu 15-20 árin.
Vel að verki staðið hjá krötum, eða hitt þó heldur.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2014 kl. 23:19
Hatur vinstrimanna á politiskum andstæðingum er slíkt að þeir vilja með öllum ráðum til þess vinna að leggja landið í rúst til að þeim takist ekki ætlunarverk sitt þjoðinni til heilla.
Þeir vilja sviðna jörð og upplausn, svo við verðum a ný ginnkeyptari fyrir inngöngu í sambandið.
Þetta er hættulegt fólk Guðjón.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2014 kl. 23:25
Sú sem mestur snillingur var í sköpun úlfúðar Hr. Petersen , er mín vegna sem betur fer farin, en hugsanlega ekki þín vegna.
En svona þér að segja Hr. Petersen, að þá held ég að siðferðis þroski núverandi stjórnar andstöðu hefði lítið þroskast, þó að alögunar viðræðu slitum við Evrópusambandið hefði frestast um ár.
Auðvita áttu núverandi stjórnvöld að slíta þessu máli á fyrstu dögum tíðar sinnar, en af kjánalegri hæversku við ofbeldisfólk þá var beðið úttektar á þessum svo kölluðu samningaviðræðum Össurar Skarpa, axarskafta smiðs hins mesta, við Evrópusambandið sem bara er hægt að aðlagast, eða láta eiga sig.
En það er lítil von til þess að þú skiljir það sem ég segi fremur en forðum, og þó væri í raun mjög vænt að svo yrði.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2014 kl. 00:00
Ekki var hatursáróður SDG gegn Icesave lítill. Og nú kemur það í bakið á honum aftur.
Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2014 kl. 08:30
Gujón Jensson getur þú bent á hatursáróður Sigmudar í Garð Steingríms?
Ég má til með að benda þér á að meðal annarra blóðugra svika Steingrim var það að fallast á Icesave byrðarnar eftir að hafa lofað og heitið því að gera það ekki fyrir kosningar. Hann gekk svo langt að ráða til þess gersamlega vanhæfa kunningja að semja um þetta á bakvið þjoð og þing og hefur uppskprið ævarandi fyrirlitningu þjóðarinnar fyrir.
Nefnum svo ekki svikin í ESB málinu og AGS.
Steingrímur er sennilega versti loddar íslenskrar stjórmálasögu og enginn hefur kostað þjóðina meira í beinhörðum peningum og hann. Nota bene. Ekki einn.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2014 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.