Hvar liggur valdið?

Þessi veruleiki hlýtur að vekja upp spurningu um valdsvið þeirra stjórnmálamanna sem við kjósum til að fara með löggjafarvaldið hverju sinni. Á núverandi lögum eru þessar afskriftir víst ekki mögulegar. Ég er hræddur um að kjörnir fulltrúar okkar muni ekki þora í átök við fjármálageirann og að hann, þ.e. fjármálageirinn muni stjórna þessu málum eins og hingað til. Hversu virkt er lýðræðið í raun þegar ókjörgeng öfl hafa í raun völdin?

Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að fjármálageirinn mun beita öllum meðulum til að hámarka endurheimtur, jafnvel eru hugsanlegar efnahagslegar hefndaraðgerðir.

 


mbl.is Afskriftir ekki í þágu þrotabúanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert í lögunum sem bannar afskriftir. En afskriftir eru á valdi þess sem á kröfuna, hvort sem hann er kjörgengur eða ekki, ekki skuldarans. Kjörgengi kemur málinu ekkert við

Hversu virkt er lýðræðið í raun þegar ókjörgeng öfl (fyrirtæki, börn, útlendingar, samtök, félög, dýr og náttúra) njóta réttinda? Bara nokkuð virkt og gott mundi ég segja.

E.t.v. ættum við frekar að spyrja hversu mikið er siðferðisþrek þjóðar sem telur það galla á lögunum að fá ekki að stela frá þeim sem eru henni ekki þóknanlegir.

Ufsi (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 11:26

2 Smámynd: Birnuson

Kærar þakkir, Ufsi. Gott svar.

Birnuson, 25.9.2013 kl. 11:59

3 identicon

Einfaldasta leiðin, eins og margoft hefur komið fram, er einfaldlega að setja skatt á þrotabú fjármálastofnana. 2% skattur myndi skila 80 milljörðum í ríkiskassann. Í njóta þrotabúa bankanna undanþágu frá skatti!

Strax og þessi skattur yrði tilkynntur myndu kröfuhafar koma hlaupandi til ríkisins, bjóðandi afskriftir á innlendum eignum gegn því að sleppa út með erlendu eignirnar.

Kalli (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 14:19

4 identicon

Einfaldasta leiðin, eins og margoft hefur komið fram, er einfaldlega að brjóta eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það stendur því miður ekki til boða þannig að skattur á þrotabú fjármálastofnana yrði að vera skattur á öll þrotabú á Íslandi. Og þar sem þrotabú er í eðli sínu bara eign gæti þannig skattur kallað á skattlagningu allra eigna á Íslandi. Það er ekki hægt að leggja á skatta miðað við hver á í hlut, rauðhærðir borga sömu skatta og við hin. Ég er nokkuð viss um að almenningur verður farinn að væla og veina löngu áður en heyrist tíst frá kröfuhöfum.

Draumurinn um hvernig allt verður betra þegar við höfum fundið leið til að ræna frá útlendingunum sem eiga allar þessar krónur ætlar seint að rætast. Þrátt fyrir einlægan vilja, ótakmarkað hugmyndaflug og annálaða virðingu víkinga fyrir eigum annarra.

Davíð12 (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 15:29

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einfaldasta leiðin væri einfaldlega að framfylgja lögum um neytendalán og óréttmæta samningsskilmála, en þá yrði sjálfkrafa að endurreikna öll lán sem eru brotleg við þau, þ.e. nánast öll lán sem íslenskir bankar hafa veitt. Þannig yrði ekki brotið á eignarétti neins, þar sem ekki er um lögvarðar kröfur að ræða. Þetta hafa stjórnvöld í hendi sér og hafa haft allan tímann. Hvenær ætlar þessi blessaða þjóð að vakna til lífsins um það að með hverjum deginum sem líður án þess að lögum sem í landinu gilda sé framfylgt heldur þau fótum troðin, er verið að hafa okkur almenning að fíflum?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2013 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 53381

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband