Hver borgar vaxtabæturnar.

Ég sá greinina hans Hrafns þegar ég var á hlaupum í leikfimi. Hann vill efla vaxtabætur í stað afnáms verðtrygginga. Hverjir greiða vaxtabæturnar, ríkissjóður er það ekki og þá við skattborgararnir? Er ekki vbaxtabótakerfið bótakerfi fyrir banka, lífeyrissjóði og aðra lánveitendur ef svo er?

Fyrst eru lántakendur vaxta og verðbótapíndir svo kemur ríkissjóður og endurgreiðir þeim píndu vaxtaokur lánveitenda.

Er ég nokkuð að misskilja. Hvernig væri að lánastofnanir fengju að keppa í friði um vaxtakjörin á lánamarkaði?


mbl.is Verjum sparnað landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nota skattkerfið til að niðurgreiða háa vexti fjármagnseigenda og lánastofnana? Það leysir engan vanda.

Væri ekki frekar ráð að stöðva verðbólgu með því að afnema stærsta verðbólguvaldinn: verðtryggingu lána?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2013 kl. 17:18

2 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Verðtrygging sem slík þarf ekki að vera slæm, en það eru tvö stór vandamál sem ég sé við það hvernig henni er beitt í dag.

  1. Fyrsta vandamálið er að vísitalan er rangt sett saman. Það er ekki eðlilegt að verð á kaffi, bensíni, tóbaki, brauði, sykri og öðrum almennum neysluvörum hafi áhrif á húsnæðislán. Til þess að verðtrygging sé réttlát þarf vísitalan að vera í einhverju samhengi við það sem keypt er fyrir lánið. Neysluvísitalan er ágæt ef verið er að taka lán fyrir þeim hlutum sem hún er byggð á, en húsnæðislán ættu að vera verðtryggð með vísitölu sem byggð væri á verð húsnæðis og tengdum hlutum. Ef það væri gert, þá væri tryggt að lánið myndi ekki hækka fram yfir verðgildi fasteignarinnar sem keypt er, heldur myndi lánið bæði hækka og lækka í samræmi við húsnæðisverð.
  2. Hitt stóra vandamálið er að það eru allt of háir vextir sem leggjast ofan á verðtrygginguna. Lánið mitt, sem ég tók hjá Húsnæðislánasjóði á sínum tíma, er verðtryggt og með 5,1% vexti þar ofan á. Það er allt of mikið. Vextir á verðtryggð lán ættu ekki að vera meiri en 2%.
Væri þetta tvennt leiðrétt, þá væri verðtryggingin ekki slæm. Svo mætti alveg verðtryggja launin líka, a.m.k. fyrir þá lægst launuðu.

  1.  

Kristinn Eysteinsson, 11.3.2013 kl. 19:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki rétt hjá þér. Verðtrygging skulda er slæm, einkum vegna þess að hún skapar beinlínis verðbólgu.

Það þýðir ekki að láta eins og verðbólga og verðtrygging séu einhver aðskilin fyrirbæri, þegar eitt þeirra leiðir í raun af öðru.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2013 kl. 20:18

4 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Þetta er ekki rétt hjá þér. Verðtrygging skulda er slæm, einkum vegna þess að hún skapar beinlínis verðbólgu.

Þú getur þá kannski sagt okkur hvað olli verðbólgunni áður en byrjað var að verðtryggja lán árið 1979. Fyrir þann tíma var árs verðbólga um 50% - 70%. Einu sinni fór verðbólgan svo hátt að ef einn mánuður var framreiknaður, þá jafngilti hann yfir 100% árs verðbólgu, en það skot stóð sem betur fer stutt. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var verðbólga rúmlega 4% í fyrra. Það er ekkert miðað við það sem hún var á áttunda áratugnum. Verðtryggingin veldur ekki verðbólgunni. Hún var sett á vegna þess hvað verðbólgan var orðin há og vegna þess að bankar voru ekki að fá nema brot tilbaka af því sem þeir lánuðu. Það gengur ekki til lengdar. Ef vísitölubundin verðtrygging verður afnumin, þá munu bankar tryggja sig með einhverjum öðrum hætti, sennileg með breytilegum vöxtum. Ég þekki fólk sem býr í Bandaríkjunum, og það er einmitt kerfið sem er við lýði þar. Ameríkanar kvarta jafn mikið undan breytilegum vöxtum og við út af verðtryggingu. Það er alls ekki víst að við fáum nokkuð betra í staðin ef verðtryggingin verður afnumin.

Þær tillögur sem ég kom með hér að ofan myndu laga flest þau vandamál sem fólk kvartar út af vegna verðtryggingar. Til dæmis, þá gæti lán aldrei hækkað umfram verð fasteignarinnar. 

Kristinn Eysteinsson, 14.3.2013 kl. 00:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem olli verðbólgunni fyrir innleiðingu verðtryggingar var peningaprentun misviturra stjórnmálamanna þegar þeir voru ítrekað búnir að tæma ríkissjóð með óábyrgri hagstjórn, en innstæðulaus peningaprentun leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu.

Með innleiðingu verðtryggingar var tekið upp sjálfvirkt fyrirkomulag sem gerir þetta sama, nema inni í bankakerfinu í staðinn, þ.e. að prenta peninga óhóflega. Það sem gerðist þá var að bankastjórar urðu pólitískt skipaðir til að útdeila þessari nýprentun.

Augljóslega breyttist ekkert annað en að peningaprentunin var sjálfvirknivædd og færð inn í bankakerfið.

Þessu til sönnunar má benda á að verðbólga hætti alls ekkert þegar verðtryggingin var tekin upp, heldur hélt hún áfram.

Enda væri verðbólga ekki vandamál ef engin væri verðtryggingin. Hún er eins og lest á teinum sem er bremsulaus, og hættuleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband