Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Búið er að benda ASÍ á vankanta við þeirra vinnubrögð en þeir kjósa að hlusta ekki.

ASÍ er að taka sér hlutverk sem er ekki þeirra, neytendur eiga að ákveða hvað þeir vilja kaupa og á hvaða verði. Ætli meðlimir ASÍ vilji að félagsgjöld þeirra séu notuð til að gera vafasamar verðlagskannanir? Eru þeir spurðir? Hvað væri hægt að lækka félagsgjöldin mikið, og auka þar með kaupmátt félaga ASÍ, ef þessu fólki sem um þetta sér væri sagt upp störfum?

Skipta gæði ekki máli? Getur ekki verið að verð geti gefið takmarkaðar upplýsingar? Er engin tilraun gerð til að meta gæði? Ef ASÍ narrar fólk til að kaupa ódýra vöru sem er lakari að gæðum en sama vara annars staðar er þá ekki verið að verðlauna þann aðila sem leggur meira upp úr lágu verði en gæðum?

Málið er ekki eins einfalt og þú heldur, ASÍ á ekkert að vera að skipta sér að þessu heldur á treysta neytendum til þess enda þeir fullfærir um að passa þetta.

Nú eru svo margar verslanir búnar að draga sig út  úr þessu að þessar kannanir þeirra eru algerlega marklausar! Ætli ASÍ geti þá ekki fækkað fólki á launaskrá hjá sér og þar með lækkað félagsgjöldin svo félagsmenn geti nú notað þann pening í það sem þeir vilja en ekki einhverjir kontóristar hjá ASÍ ákveða fyrir félagsmenn?  

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:34

2 Smámynd: Guðjón Petersen

Sæll Helgi.

Fjölmargir vöruflokkar eru til á öllum verslunum frá sömu framleiðendum í samskonar pakkningum eins og t.d. mjólkurvörur, álegg, sælgæti, gos o.s.frv. allt á breytilegu verði milli verslana. Vilt þú meina að það sé gæðamunur á Góu súkkulaðirúsínum eftir því í hvaða verslun þær fást. Ekki held ég að Helgi í Góu kvitti fyrir það.

Ég get alveg tekið undir spurninguna um hlutverk ASÍ. En verðlagskannanir eru gerðar um allan heim af ýmsum aðilum. Væru t.d. Samtök Verslunarinnar tilbúin að gera verðlagskannanir sem uppfylltu skilyrði verslunarinnar? Gæti verið mjög athyglisvert.

Guðjón Petersen, 6.2.2013 kl. 17:38

3 identicon

Ég er fullfær um að gera mínar eigin verðkannanir án hjálpar frá ASI eða öðrum þannig að ég á erfitt með að skilja allt þetta verðkönnunarfár. Mér fynnst að Neytendasamtökin ættu einir að sjá alfarið um verðkannanir þetta. Hvað er í gangi?

anna (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 23:39

4 identicon

Sæll.

@2: Það sem þú segir er að hluta til rétt en hvað með t.d. ávexti og grænmeti? Skiptir ferskleiki ekki máli þar? Svo er ekki öllum vörum pakkað inn í sömu stærð - kornflögur er t.d. hægt að fá í 750 gr og 1000 gr pakkningum ef ég man rétt.

Svo getur vel verið að gæðamunur sé á Góu súkkulaðirúsínum á milli verslana, ekki vegna þess að Helgi í Góu geri eitthvað heldur vegna þess vel má vera að slík vara sé mislengi á lager. Áttar þú þig nú á því hvers vegna svona kannanir geta verið misvísandi?

Ég tek að nokkru leiti undir með nr. 3 hér að ofan nema hvað að ég vil ekki sjá einhverja aðila vera að skipta sér að. Neytendur eru best til þess fallnir að passa upp á eigin buddu. Sjá líka hér vandaða umfjöllun:

http://bevarca.blog.is/blog/bevarca/entry/1281435/

Yfirlýsing Snorra er honum og ASÍ til skammar og mitt litla álit á ASÍ forystunni er endanlega rokið út í veður og vind, svona hroki er ekki ókeypis - þetta lið stendur eftir berstrípað.

Helgi (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 15:34

5 identicon

það er kannski líka áhugavert að rifja upp ummæli jóns ásgeirs um

lánamál lífeyrissjóðanna, þar var honum neitað um lán en kaupmenn

í krónunni og verslanir í náðinni hjá þeim í Sætúninu fengu lán frá sömu

lífeyrissjóðum! margir milljarðar í lífeyrissjóðum verkamanna fóru svo

í veður og vind í bankaveislunni en ekki hefur öllum steinum verið velt

í því máli.

jón (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband