20.12.2012 | 23:24
Heimsendir?
Ef þú stendur á 179 gráðum 59 mínútum og 59,99 sekundum v.lgd á miðnætti þegar 21. des. er að renna upp þar, þarft þú aðeins að stíga yfir 180 gráðu dagskiptabauginn, yfir á 179 gráður 59 mínútur og 59,99 sekundur a.lgd og þá er 22. des. að renna upp þar sem þú stendur. Þú missir þá af 21. des.
Hvernig fer þá um þinn heimsendi?
Ragnarökleysan mikla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður ...
Magnús Óskar Ingvarsson, 21.12.2012 kl. 00:33
Flott athugasemd, en hvernig sem allt fer, aðeins frestun um sólarhring.
Það er ekki öll dellan eins :-)
Hálfvitar virðast enn og aftur geta stjórnað ótölulegum hluta mannkyns með sínu rugli.
Halldór Egill Guðnason, 21.12.2012 kl. 04:34
Það er misskilningur hjá þér Halldór. Með þessari aðferð missirðu alfarið af 21. des. Þegar síðasta tímabelti jarðar er að hefja göngu sína í 21. des. er fyrsta tímabeltið að hefja göngu sína í 22. des. Síðasta tímabelti jarðar er austan við 180 gráðu dagskiptabauginn (á v.lgd.) en fyrsta tímabeltið er vestan við 180 gráðu dagskiptabauhinn (á a.lgd).
En þar sem tímabeltin eru ekkert annað en mannana verk og afstæð samkvæmt því, þá er þetta allt til gamans sagt. T.d. ákvað alþingi Íslendinga fyrir mörgum árum að "flytja Ísland" um eitt tímabelti austar en það er. Svo heyrast raddir um að Ísland þurfi að taka upp "sumartíma." Ísland er nú þegar á "sumartíma".
Eini tíminn sem er nokkurnveginn áreiðanlegur er s.k. stjörnutími. Sóltími flöktir of mikið miðað við stöðu jarðar á braut sinni umhverfis sólu.
Guðjón Petersen, 21.12.2012 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.