8.12.2011 | 21:27
Hættum að skamma Iceland Express
Airbus 320
Við vorum á Tenerife hjónin þegar Astareus fór á hausinn daginn áður en við áttum að fara heim. Þurftu sum okkar að fara með áætlunarflugi í gegnum Gatwick þar sem við þurftum að gista í eina nótt, þar sem við fengum gistingu, kvöldverð og morgunverð á kostnað Iceland Express. Flugum við svo með nýja Tékkneska flugfélaginu sem nú hefur tekið yfir flugið fyrir Iceland Express með Airbus 320 vélum sem er bylting í gæðum frá gömlu Boeing druslunum sem þeir notuðu áður. Frábær þjónusta um borð.
Rúsínan í pylsuendanum er svo að við fengum í pósti gjafabréf frá Iceland Express til hvaða áfangastaðar sem þeir fljúga til í Evrópu, sem gildir í heilt ár.
Hættum að skammast út í Iceland Express, þeir eru virkilega að sýna bætta ímynd. Við verðum að hafa samkeppnina.
Starfsfólk Iceland Express með rautt nef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.